Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst alla leið á LPGA-mótaröðina en hún varð á þessu ári annar kylfingurinn sem komst inn á LET-mótaröðina, sterkustu mótaröðina í Evrópu.
Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari með þrjá skolla og tvo fugla en það kom ekki að sök eftir góðan árangur hennar undanfarna daga. Hafnaði hún í öðru sæti en bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green tryggði sér sigur með fugli á lokaholunni.
Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum ásamt myndböndum sem Golfsamband Íslands birti frá Flórída.
Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.