Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 22:36 Donald Trump og Mitch McConnell. vísir/getty Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00