Lífið

Obama söng Jingle Bells

Anton Egilsson skrifar
Obama er greinilega margt til lista lagt.
Obama er greinilega margt til lista lagt. Skjáskot
Hinum brátt fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,Barrack Obama, er greinilega margt til lista lagt. Í gær tók hann sig til og flutti hið sívinsæla jólalag „Jingle Bells“ við árlega tendrun jólaltrés í Hvíta húsinu. Ekki verður annað sagt en að forsetinn hafi sungið lagið af stakri prýði.  

Við flutninginn fékk forsetinn góða hjálp en meðal þeirra sem tóku undir voru leikkonan Eva Longoria og söngvarinn Marc Anthony. Myndband af uppákomunni má finna hér að neðan og kemur hún eflaust einhverjum í jólaskapið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×