„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 09:24 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27
Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34