Lífið

Paloma fagnar þriggja ára afmæli

Stefán Árni Pálsson skrifar
DJ Yamaho, eða Natalie, kemur fram á laugardagskvöldinu.
DJ Yamaho, eða Natalie, kemur fram á laugardagskvöldinu.
Skemmtistaðurinn Paloma fagnar þriggja ára afmæli um þessar mundir.

Af því tilefni verður blásið til afmælisveislu um helgina þar sem fjöldinn allur af listamönnum kemur fram og afmælistilboð verða í boði fyrir gesti.

Afmælisdagskráin hófst í gærkvöldi með sýningu á neðanjarðarmyndlist eftir Arnar Birgisson, Hugleik Dagsson og fleiri.

Í kvöld koma fram Robot Disco Electronix, Dolphin og Lic, auk þess sem að Vibes verða með DJ-set.

Á morgun spila RVK DNB old school tónlist auk þess sem DJ Yamaho kemur fram. Hún er á leiðinni til Berlínar að spila í einum alræmdasta klúbbi heims, Berghain, og er þetta í síðasta skipti sem hún kemur fram áður en hún heldur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×