Hinn 31 árs gamli Rosberg varð heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum um síðustu helgi og var búinn að leggja formúluheiminn að fótum sér.
Nú kemur hann öllum í opna skjöldu með þessari tilkynningu.
Í yfirlýsingu Rosberg segir hann að það hafi alltaf verið draumur hans að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Nú sé hann búinn að klífa fjallið, ná markmiði sínu og því sé þetta rétti tíminn til þess að hætta.
Hann segist hafa tekið ákvörðun um að hætta daginn eftir að hann varð heimsmeistari. Yfirlýsingu Rosberg má sjá í heild sinni hér að neðan.
I have a message for you: https://t.co/XtL5AWuY4n pic.twitter.com/LGK4Xnihoq
— Nico Rosberg (@nico_rosberg) December 2, 2016