Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 80-106 | Yfirburðasigur meistaranna Aron Ingi Valtýsson í Sláturhúsinu skrifar 2. desember 2016 22:45 Keflvíkingurinn Guðmundur Jónsson og KR-ingurinn Darri Hilmarsson eigast hér við. vísir/anton Íslandsmeistarar KR komust aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík örugglega, 80-106. KR er nú með 14 stig á toppi deildarinnar með Stjörnunni og Tindastóll eftir níu umferðir. En Keflavík sem er búið að tapa síðustu 4 leikjum er með 6 stig í 10 sæti með ÍR. KR byrjaði strax frá fyrstu mínútu leiks að spila mjög stífa vörn sem Keflvíkingar áttu erfitt með að leysa og leiddi til tapaðra bolta og klaufaskaps í sókninni. Einnig lokuðu þeir vel á Amin Stevens sem er búinn að vera svakalega sterkur í teignum hjá Keflavík í vetur. Leikhlutinn endaði 15-24, KR-ingum í vil. Keflvíkingar gáfu ekkert eftir í byrjun annars leikhluta en það var Ágúst Orrason sem kveikti heldur betur í sínu liði og var kominn með tvær þriggja stiga körfur þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Ekki leið á löngu þangað til að KR voru aftur búnir að byggja upp sömu forystu og í fyrsta leikhluta. Sterkur varnarleikur þeirra gerði það að verkum að heimamenn áttu erfitt með það að komast upp að körfunni og tóku mikið af erfiðum skotum. Annar leikhluti endaði 37-49. Heimamenn sýndu hvorki tilþrif né baráttu á síðustu 20 mínútum leiksins. Þristunum rigndi yfir þá í þriðja leikhluta en KR-ingar hittu úr 6 slíkum. Heimamenn reyndu að komast inn í leikinn um miðjan fjórða leikhluta þegar þeir skutu eins og sjúkir brennuvargar á áramótunum en allt sprakk í höndunum á þeim. Keflvíkingar spiluðu alls ekki nógu góða vörn gegn sterku liði KR-inga sem skilaði þeim þessu 26 stiga tapi. Að fá á sig 106 stig á heimavelli er að sjálfsögðu óásættanlegt og þurfa Keflvíkingar virkilega að fara að hysja upp um sig buxurnar ef að þeir ætla að halda sér frá botni deildarinnar.Af hverju vann KR? Það sást strax í byrjun leiks að KR-ingar voru búnir að stúdera heimamenn frá toppi til táar. Allar leiðir voru lokaðar og þessi frábæra vörn gerði það að verkum að Keflvíkingar þurftu að hafa vel fyrir öllu sem þeir gerðu í sókninni. Þeir skiptu á öllum hindrunum, yfirdekkuðu vel og voru gríðarlega agressívir út leikinn. Sóknarlega náðu KR-ingar að sundurspila vörn heimamanna og fengum mikið af opnum skotum sem þeir nýttu vel.Bestu menn vallarins: Darri var atkvæðamestur sinna manna í kvöld. Hann sýndi mikil tilþrif bæði fyrir utan þriggja stiga línuna sem og inni í teignum. Hann var með 66% skotnýtingu í leiknum. Hann skilaði 26 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Það er alltaf jafn gaman að sjá Þórir Guðmund Þorbjarnarson spila en hann lék einstaklega fallegan körfubolta hér í kvöld. Þessi 18 ára piltur var algjörlega óhræddur að keyra upp að körfunni, var með 20 stig og 6 fráköst. Amin Stevens var eini maðurinn sem spilaði á pari fyrir Keflavík í kvöld og dró vagninn fyrir þá bláklæddu. Stevens var með 27 stig og 8 fráköst.Hvað gekk illa? Eins og minnst er á hér fyrir ofan þá áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með að stilla upp sóknina sína og lokuðu KR-ingar öllum leiðum inn í teignum hjá sér. Það gekk mjög lítið upp hjá Keflvíkingum og mikið af skotum þeirra voru mjög erfið eða tekin á síðustu sekúndum skotklukkunnar.Keflavík-KR 80-106 (15-24, 22-25, 22-32, 21-25)Keflavík: Amin Khalil Stevens 27/8 fráköst, Magnús Már Traustason 11/4 fráköst, Ágúst Orrason 10, Reggie Dupree 8/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Guðmundur Jónsson 6, Andrés Kristleifsson 5, Daði Lár Jónsson 3, Andri Daníelsson 3.KR: Darri Hilmarsson 26/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 20/6 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Snorri Hrafnkelsson 4.Finnur: Allir að koma með eitthvað til borðsins Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var mjög sáttur með spilamennsku liðsins í dag þótt honum hafi fundist sínir menn skjóta of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna. „Góður fókus og liðsátak. Leikmenn voru ákveðnir að koma inná og spila betur heldur en í síðasta leik og þrátt fyrir hnökra hér og þar getum við gengið nokkuð sáttir frá sigrinum í dag. Mér fannst meira flæði í sóknarleiknum og Pavel gerði mjög vel að halda tempóinu uppi og koma boltanum fyrr upp kantana,“ sagði Finnur. „Við vorum að hitta vel í leiknum en við vorum stundum of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna, hefðum mátt sækja betur að körfunni stundum. En góður liðssigur og allir að koma með eitthvað til borðsins.“Hjörtur: Eigum ekki að láta ýta okkur svona út Hjörtur Harðarsson, sem stýrði Keflavík í leiknum, vildi fá meiri styrk og hraða frá sínum mönnum sem voru hálf máttlausir í kvöld. „Þeir frákasta miklu betur en við, við vorum alltof mikið á hælunum. Gefum alltof mikið af fríum skotum og þeir fljótir að refsa. Þegar þeir hittu ekki tóku þeir frákast og fengu annan séns til að skora sem og þeir gerðu,“ sagði Hjörtur ósáttur. „Þetta er bara gott lið sem refsar ef þeir fá að leika lausum hala. Þeir yfirdekkuðu og voru aggresívir og það er það sem þeir gera vel í vörn. Þeir ýta mönnum út úr kerfunum og við eigum bara að bregðast við því. Við þurfum að vera sterkari og harðari. Við eigum ekkert að láta ýta okkur svona út.“Pavel: Fengum galopin skot út um allt Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, var að vonum sáttur eftir sterkan sigur á Keflavík í kvöld. Aðspurður hvað þeir gerðu öðruvísi í kvöld heldur en í síðasta leik segir hann að þeir hafi nýtt færin sín betur en í síðustu umferð gegn Njarðvík. „Við spiluðum betur, við hittum úr færunum sem við vorum að skapa okkur annað en í síðasta leik, þessi færi voru til staðar við hittum bara ekki. Við spiluðum mjög vel saman, færðum boltann betur sem lið, það hefur vantar dálítið, sjáum hvað gerist þegar við gerum það. Fáum galopin skot út um allt,“ sagði Pavel. „Við skipulögðum líka varnarleikinn vel og voru með ákveðin áhersluatriði sem við fylgdum eftir. Vorum mjög agaðir í vörninni og sáum fyrir hvað þeir voru að gera og brugðust vel við.“ Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR komust aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík örugglega, 80-106. KR er nú með 14 stig á toppi deildarinnar með Stjörnunni og Tindastóll eftir níu umferðir. En Keflavík sem er búið að tapa síðustu 4 leikjum er með 6 stig í 10 sæti með ÍR. KR byrjaði strax frá fyrstu mínútu leiks að spila mjög stífa vörn sem Keflvíkingar áttu erfitt með að leysa og leiddi til tapaðra bolta og klaufaskaps í sókninni. Einnig lokuðu þeir vel á Amin Stevens sem er búinn að vera svakalega sterkur í teignum hjá Keflavík í vetur. Leikhlutinn endaði 15-24, KR-ingum í vil. Keflvíkingar gáfu ekkert eftir í byrjun annars leikhluta en það var Ágúst Orrason sem kveikti heldur betur í sínu liði og var kominn með tvær þriggja stiga körfur þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Ekki leið á löngu þangað til að KR voru aftur búnir að byggja upp sömu forystu og í fyrsta leikhluta. Sterkur varnarleikur þeirra gerði það að verkum að heimamenn áttu erfitt með það að komast upp að körfunni og tóku mikið af erfiðum skotum. Annar leikhluti endaði 37-49. Heimamenn sýndu hvorki tilþrif né baráttu á síðustu 20 mínútum leiksins. Þristunum rigndi yfir þá í þriðja leikhluta en KR-ingar hittu úr 6 slíkum. Heimamenn reyndu að komast inn í leikinn um miðjan fjórða leikhluta þegar þeir skutu eins og sjúkir brennuvargar á áramótunum en allt sprakk í höndunum á þeim. Keflvíkingar spiluðu alls ekki nógu góða vörn gegn sterku liði KR-inga sem skilaði þeim þessu 26 stiga tapi. Að fá á sig 106 stig á heimavelli er að sjálfsögðu óásættanlegt og þurfa Keflvíkingar virkilega að fara að hysja upp um sig buxurnar ef að þeir ætla að halda sér frá botni deildarinnar.Af hverju vann KR? Það sást strax í byrjun leiks að KR-ingar voru búnir að stúdera heimamenn frá toppi til táar. Allar leiðir voru lokaðar og þessi frábæra vörn gerði það að verkum að Keflvíkingar þurftu að hafa vel fyrir öllu sem þeir gerðu í sókninni. Þeir skiptu á öllum hindrunum, yfirdekkuðu vel og voru gríðarlega agressívir út leikinn. Sóknarlega náðu KR-ingar að sundurspila vörn heimamanna og fengum mikið af opnum skotum sem þeir nýttu vel.Bestu menn vallarins: Darri var atkvæðamestur sinna manna í kvöld. Hann sýndi mikil tilþrif bæði fyrir utan þriggja stiga línuna sem og inni í teignum. Hann var með 66% skotnýtingu í leiknum. Hann skilaði 26 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Það er alltaf jafn gaman að sjá Þórir Guðmund Þorbjarnarson spila en hann lék einstaklega fallegan körfubolta hér í kvöld. Þessi 18 ára piltur var algjörlega óhræddur að keyra upp að körfunni, var með 20 stig og 6 fráköst. Amin Stevens var eini maðurinn sem spilaði á pari fyrir Keflavík í kvöld og dró vagninn fyrir þá bláklæddu. Stevens var með 27 stig og 8 fráköst.Hvað gekk illa? Eins og minnst er á hér fyrir ofan þá áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með að stilla upp sóknina sína og lokuðu KR-ingar öllum leiðum inn í teignum hjá sér. Það gekk mjög lítið upp hjá Keflvíkingum og mikið af skotum þeirra voru mjög erfið eða tekin á síðustu sekúndum skotklukkunnar.Keflavík-KR 80-106 (15-24, 22-25, 22-32, 21-25)Keflavík: Amin Khalil Stevens 27/8 fráköst, Magnús Már Traustason 11/4 fráköst, Ágúst Orrason 10, Reggie Dupree 8/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Guðmundur Jónsson 6, Andrés Kristleifsson 5, Daði Lár Jónsson 3, Andri Daníelsson 3.KR: Darri Hilmarsson 26/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 20/6 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Snorri Hrafnkelsson 4.Finnur: Allir að koma með eitthvað til borðsins Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var mjög sáttur með spilamennsku liðsins í dag þótt honum hafi fundist sínir menn skjóta of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna. „Góður fókus og liðsátak. Leikmenn voru ákveðnir að koma inná og spila betur heldur en í síðasta leik og þrátt fyrir hnökra hér og þar getum við gengið nokkuð sáttir frá sigrinum í dag. Mér fannst meira flæði í sóknarleiknum og Pavel gerði mjög vel að halda tempóinu uppi og koma boltanum fyrr upp kantana,“ sagði Finnur. „Við vorum að hitta vel í leiknum en við vorum stundum of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna, hefðum mátt sækja betur að körfunni stundum. En góður liðssigur og allir að koma með eitthvað til borðsins.“Hjörtur: Eigum ekki að láta ýta okkur svona út Hjörtur Harðarsson, sem stýrði Keflavík í leiknum, vildi fá meiri styrk og hraða frá sínum mönnum sem voru hálf máttlausir í kvöld. „Þeir frákasta miklu betur en við, við vorum alltof mikið á hælunum. Gefum alltof mikið af fríum skotum og þeir fljótir að refsa. Þegar þeir hittu ekki tóku þeir frákast og fengu annan séns til að skora sem og þeir gerðu,“ sagði Hjörtur ósáttur. „Þetta er bara gott lið sem refsar ef þeir fá að leika lausum hala. Þeir yfirdekkuðu og voru aggresívir og það er það sem þeir gera vel í vörn. Þeir ýta mönnum út úr kerfunum og við eigum bara að bregðast við því. Við þurfum að vera sterkari og harðari. Við eigum ekkert að láta ýta okkur svona út.“Pavel: Fengum galopin skot út um allt Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, var að vonum sáttur eftir sterkan sigur á Keflavík í kvöld. Aðspurður hvað þeir gerðu öðruvísi í kvöld heldur en í síðasta leik segir hann að þeir hafi nýtt færin sín betur en í síðustu umferð gegn Njarðvík. „Við spiluðum betur, við hittum úr færunum sem við vorum að skapa okkur annað en í síðasta leik, þessi færi voru til staðar við hittum bara ekki. Við spiluðum mjög vel saman, færðum boltann betur sem lið, það hefur vantar dálítið, sjáum hvað gerist þegar við gerum það. Fáum galopin skot út um allt,“ sagði Pavel. „Við skipulögðum líka varnarleikinn vel og voru með ákveðin áhersluatriði sem við fylgdum eftir. Vorum mjög agaðir í vörninni og sáum fyrir hvað þeir voru að gera og brugðust vel við.“
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira