Desemberspá Siggu Kling - Vogin: Vinir þínir elska að gera sér glaðan dag með þér 2. desember 2016 09:00 Elsku spennandi vogin mín. Þú ert að einhverju leyti að fá uppreisn æru, eða með öðrum orðum að fá nýtt tækifæri í lífinu, þú ert þegar farin að finna fyrir þessu. Þú veist einhvern veginn miklu betur en oft áður hvernig þú ætlar að hafa hlutina. Orkan þín er ekki „á ég að gera þetta“ eða „á ég að gera hitt“, eins og fólkinu í vogarmerkinu er lýst. Heldur sérðu það skýrt og greinilega hvernig þú ætlar að hafa þetta. Þú ert að fara inn í miklu sterkari stöðu, og umhverfi þitt verður miklu meira verndandi en oft áður, það verður engin yfirborðsmennska tengd þér, heldur auðmýkt og kærleikur. Þessi útgeislun gerir það að fólk fer að spyrja þig út í hvort eitthvað nýtt sé að gerast, eða hvað þú hafir gert til að líta svona vel út. Þú ert með svo góðar afstöður í stjörnukortinu þínu og því mun fylgja velferð og peningar. En þú gætir átt eftir að eyða dálítið meira en þú aflar, sem er bara allt í lagi, því að þú mátt leyfa þér að leika þér út næstu tvo mánuði að minnsta kosti. Ef þú ert á lausu, hjartað mitt, þá hefur þú úr svo miklu úrvali að velja af glæstum konum eða mönnum, en það er eins og þér finnist það samt ekki nógu spennandi. Vinir þínir og kunningjar elska að gera sér glaðan dag með þér. Þú ert eins og miðjan á jólatrénu, þú heldur öllu skrauti uppi. Þér finnst stundum að þú dragist að frægu fólki en mér finnst að frægt fólk dragist að þér, kannski er svolítil yfirborðsmennska í því, en er ekki öllum skítsama um það? Þitt djúpa innsæi sendir þér skilaboð með þinni innri rödd, og þú þarft að læra betur að skynja að þú færð fleiri skilaboð frá alheiminum en jafnvel eðlilegt getur talist. Ef þú ert að hunsa innsæi þitt, sem þýðir þín fyrsta hugsun, þá getur þú dottið á rassinn. Þú átt ekki að láta aðra hafa of mikil áhrif á þig, því að það ert þú sem ert leiðtoginn. Það kemur fyrir að þú hafir of lágan leiðindaþröskuld. Þá lætur þú það sem skiptir andskotann engu máli koma þér í vont skap, þú þarft að venja þig af þessu, því að þú ert svo mikið góðmenni að fólk getur orðið hrætt við þig þegar fýkur í þig án þess að þú hafir nokkra ástæðu til. Desemberskilaboðin þín eru: Ég segi já við lífinu og öllum þeim nýjungum sem það hefur að bjóða, hugrekki er mitt mottó.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Elsku spennandi vogin mín. Þú ert að einhverju leyti að fá uppreisn æru, eða með öðrum orðum að fá nýtt tækifæri í lífinu, þú ert þegar farin að finna fyrir þessu. Þú veist einhvern veginn miklu betur en oft áður hvernig þú ætlar að hafa hlutina. Orkan þín er ekki „á ég að gera þetta“ eða „á ég að gera hitt“, eins og fólkinu í vogarmerkinu er lýst. Heldur sérðu það skýrt og greinilega hvernig þú ætlar að hafa þetta. Þú ert að fara inn í miklu sterkari stöðu, og umhverfi þitt verður miklu meira verndandi en oft áður, það verður engin yfirborðsmennska tengd þér, heldur auðmýkt og kærleikur. Þessi útgeislun gerir það að fólk fer að spyrja þig út í hvort eitthvað nýtt sé að gerast, eða hvað þú hafir gert til að líta svona vel út. Þú ert með svo góðar afstöður í stjörnukortinu þínu og því mun fylgja velferð og peningar. En þú gætir átt eftir að eyða dálítið meira en þú aflar, sem er bara allt í lagi, því að þú mátt leyfa þér að leika þér út næstu tvo mánuði að minnsta kosti. Ef þú ert á lausu, hjartað mitt, þá hefur þú úr svo miklu úrvali að velja af glæstum konum eða mönnum, en það er eins og þér finnist það samt ekki nógu spennandi. Vinir þínir og kunningjar elska að gera sér glaðan dag með þér. Þú ert eins og miðjan á jólatrénu, þú heldur öllu skrauti uppi. Þér finnst stundum að þú dragist að frægu fólki en mér finnst að frægt fólk dragist að þér, kannski er svolítil yfirborðsmennska í því, en er ekki öllum skítsama um það? Þitt djúpa innsæi sendir þér skilaboð með þinni innri rödd, og þú þarft að læra betur að skynja að þú færð fleiri skilaboð frá alheiminum en jafnvel eðlilegt getur talist. Ef þú ert að hunsa innsæi þitt, sem þýðir þín fyrsta hugsun, þá getur þú dottið á rassinn. Þú átt ekki að láta aðra hafa of mikil áhrif á þig, því að það ert þú sem ert leiðtoginn. Það kemur fyrir að þú hafir of lágan leiðindaþröskuld. Þá lætur þú það sem skiptir andskotann engu máli koma þér í vont skap, þú þarft að venja þig af þessu, því að þú ert svo mikið góðmenni að fólk getur orðið hrætt við þig þegar fýkur í þig án þess að þú hafir nokkra ástæðu til. Desemberskilaboðin þín eru: Ég segi já við lífinu og öllum þeim nýjungum sem það hefur að bjóða, hugrekki er mitt mottó.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira