32 þingmenn fá greidd tvöföld laun í dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Nú styttist í að þing komi aftur saman. Þingmenn fá hins vegar launin sín þótt engir fundir séu haldnir. vísir/daníel Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira