32 þingmenn fá greidd tvöföld laun í dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Nú styttist í að þing komi aftur saman. Þingmenn fá hins vegar launin sín þótt engir fundir séu haldnir. vísir/daníel Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira