Lilja Dögg hefur áhyggjur af stöðu mála í Aleppo: Ráðuneytið leitar eftir auknu fjármagni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. desember 2016 20:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja. Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja.
Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira