Snæbjörn sakaður um að hafa greitt fyrir leigubíla, mat og drykki með peningum SMÁÍS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. desember 2016 13:37 Hér má sjá sundurliðun á nokkrum færslum af kreditkorti SMÁÍS sem Snæbjörn hafði til afnota. vísir Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum. Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum.
Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43
SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00
Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02
Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12