Skakka törnin og Pisa Ívar Halldórsson skrifar 19. desember 2016 11:57 Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól!
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun