Skjálfti meðal rithöfunda Forlagsins: Vigdís miður sín yfir kápustuldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 18:19 Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg. Vísir Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir segist „meira en döpur“ vegna kápunnar á bók sinni Elsku drauma mín. Í Fréttablaðinu í gær birtist umfjöllun um bestu og verstu bókakápurnar í jólabókaflóðinu. Glöggur álitsgjafi blaðsins benti á að kápan á bók Vigdísar er nánast alveg eins og veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Jón Ásgeir Hreinsson er titlaður sem hönnuður kápunnar. Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg, en elsku Drauma mín er minnigabók Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. Vigdís Grímsdóttir segir stuldinn vera kjaftshögg og spyr á facebook síðu sinni "Hvernig geta menn vogað sér að vinna svona?“ Hún segir jafnframt að hún hafi eingöngu heyrt góða hluti um Jón Ásgeir og segist hafa verið yfir sig glöð þegar hún vissi að hann ætlaði að hanna kápuna.Aðeins góð reynsla af hönnuðinum Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er einn þeirra sem leggur orð í belg við stöðuuppfærslu Vigdísar. Hann segir slík vinnubrögð ekki dæmigerð fyrir vinnubrögð við kápugerð og segist sjálfur hafa afar góða reynslu af samstarfi við Jón Ásgeir. „Þetta er ekki dæmigert fyrir vinnubrögð við kápugerð í bókabransanum, fjarri því. Kápugerðarfólk leggur mikla alúð í verk sitt eins og sést til að mynda á þeim kápum sem tilgreindar eru í þessari umfjöllun Fréttablaðsins. Sjálfur hef ég reynslu af því að vinna með þessum tiltekna hönnuði, sem lét þessi ósköp henda sig, og hef afar góða reynslu af honum; til dæmis gerði hann kápurnar á tvær síðustu skáldsögur mínar - og ég fylgdist með því hvernig hann vann þær frá grunni og sá efniviðinn - þær voru hvor annarri fallegri og frumlegri.“Sármóðguð fyrir hönd Vigdísar og móður sinnar Auður Jónsdóttir, dóttir Sigríðar hefur einnig tjáð sig um kápuna á Facebook og segir bókina vera rænda sérstöðu sinni. Það sé „glæpur gagnvart höfundi“. Hún segist sármóðguð fyrir hönd bæði Vígdísar og Sigríðar móður sinnar og fer fram á afsökunarbeiðni. Jón Ásgeir Hreinsson vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins og vísaði í svar sitt á vef RÚV þar sem hann segir: „Þarna áttu sér stað mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á,“ Tengdar fréttir Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir segist „meira en döpur“ vegna kápunnar á bók sinni Elsku drauma mín. Í Fréttablaðinu í gær birtist umfjöllun um bestu og verstu bókakápurnar í jólabókaflóðinu. Glöggur álitsgjafi blaðsins benti á að kápan á bók Vigdísar er nánast alveg eins og veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Jón Ásgeir Hreinsson er titlaður sem hönnuður kápunnar. Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg, en elsku Drauma mín er minnigabók Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. Vigdís Grímsdóttir segir stuldinn vera kjaftshögg og spyr á facebook síðu sinni "Hvernig geta menn vogað sér að vinna svona?“ Hún segir jafnframt að hún hafi eingöngu heyrt góða hluti um Jón Ásgeir og segist hafa verið yfir sig glöð þegar hún vissi að hann ætlaði að hanna kápuna.Aðeins góð reynsla af hönnuðinum Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er einn þeirra sem leggur orð í belg við stöðuuppfærslu Vigdísar. Hann segir slík vinnubrögð ekki dæmigerð fyrir vinnubrögð við kápugerð og segist sjálfur hafa afar góða reynslu af samstarfi við Jón Ásgeir. „Þetta er ekki dæmigert fyrir vinnubrögð við kápugerð í bókabransanum, fjarri því. Kápugerðarfólk leggur mikla alúð í verk sitt eins og sést til að mynda á þeim kápum sem tilgreindar eru í þessari umfjöllun Fréttablaðsins. Sjálfur hef ég reynslu af því að vinna með þessum tiltekna hönnuði, sem lét þessi ósköp henda sig, og hef afar góða reynslu af honum; til dæmis gerði hann kápurnar á tvær síðustu skáldsögur mínar - og ég fylgdist með því hvernig hann vann þær frá grunni og sá efniviðinn - þær voru hvor annarri fallegri og frumlegri.“Sármóðguð fyrir hönd Vigdísar og móður sinnar Auður Jónsdóttir, dóttir Sigríðar hefur einnig tjáð sig um kápuna á Facebook og segir bókina vera rænda sérstöðu sinni. Það sé „glæpur gagnvart höfundi“. Hún segist sármóðguð fyrir hönd bæði Vígdísar og Sigríðar móður sinnar og fer fram á afsökunarbeiðni. Jón Ásgeir Hreinsson vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins og vísaði í svar sitt á vef RÚV þar sem hann segir: „Þarna áttu sér stað mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á,“
Tengdar fréttir Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00