Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2016 09:18 Sigmundur Davíð er sannfærður um að RUV, með Sunnu Valgerðardóttur í broddi fylkingar, ofsæki sig. Honum eru ekki vandaðar kveðjurnar á sinni eigin Facebooksíðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, má þola miklar skammir á Facebook-síðu sinni, svo umbúðalausar að vandséð er að nokkur stjórnmálamaður hafi mátt sitja undir öðru eins – og er þá langt til jafnað. Í athugasemdum hikar fólk ekki við að segja hann hafa orðið sér til skammar, honum er sagt að koma sér til vinnu og jafnvel leyfa ýmsir sér að efast um geðheilbrigði hans. Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð hafi átt sviðið á samfélagsmiðlum þessa helgina. Þetta var í kjölfar þess að Sunna Valgerðardóttir, fréttastjóri RUV á Akureyri, tók við hann viðtal í veislu sem hann hélt nyrðra vegna hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins. Sunna innti hann eftir innanflokksátökum, væringum milli hans og formanns flokksins. RUV bætti svo um betur og birti viðtal við Sigmund Davíð þar sem Sunna spurði hann hvers vegna hann hafi ekki mætt til þingfunda. Sigmundur Davíð brást ókvæða við. Þessum fréttum hefur verið deilt um víðan völl á netinu og í gærkvöldi svaraði Sigmundur Davíð fyrir sig. Og gefur ekkert eftir. „Þráhyggja SDG-hópsins á RÚV virðist vera að ágerast frekar en hitt. Einn af forsprökkum þess hóps sá ástæðu til að ryðjast inn í 100 ára afmælisveislu með dónaskap og framgöngu sem ég hef ekki kynnst oft af hálfu fréttamanna.“ Þannig hefst pistill Sigmundar Davíðs.Því allra harkalegasta eyttÞingmaðurinn heldur áfram: „Tilgangurinn með heimsókn í afmælið virtist eingöngu vera sá að reyna að ýta undir illdeilur í Framsóknarflokknum í tilefni dagsins og búa til frétt um að ég hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki.“ Um 400 manns hafa „lækað“ færslu Sigmundar Davíðs og henni hefur verið deilt um 40 sinnum. En, hafi Sigmundur Davíð vonast til þess að með færslu sinni tækist honum að kveða í kútinn öldu óánægju má ljóst vera að honum hefur ekki orðið að ósk sinni. Því í athugasemdakerfinu hikar fólk hvergi við að hella sér yfir hann, með þeim hætti að vart hefur annað eins sést. Sigmundur Davíð hefur mátt standa í ströngu í nótt við að eyða af síðu sinni því allra harkalegasta og í ljósi þess hvað hefur þó fengið að standa má ljóst vera að það sem var látið vaða í gærkvöldi og í nótt var býsna svæsið.„Varst þér alvarlega til skammar“Jón Kristófer Arnarson ríður á vaðið: „Þú varst þér alvarlega til skammar þarna og sýndir ömurlega framkomu gagnvart fréttamanninum. Þú ert sjálfum þér verstur og þessi þráhyggja þín gegn Rúv er auðvitað bilun. Sunna Valgerðardóttir er þarna að vinna sína vinnu. Þú svarar með dónaskap og út í hött. Bítur nú höfuðið af skömminni með að reyna að koma sök á hana með pistli á Facebook. Afar lágkúrulegt svo ekki sé meira sagt.“ Vissulega stinga stuðningsmenn Sigmundar niður penna og taka undir með sínum manni, svo sem Eygló Guðjónsdóttir: „Fréttamenn RÚV virðast ekki vita hvað hlutlaus fréttamennska snýst um. Heldur nærast þeir (nokkrir) á að lítillækka fólk og koma af stað illdeilum. Þeir eiga margir afskaplega erfitt með að kyngja því að Samfylkingin skuli hafa breyst í Örfylkingu og þetta fólk á eftir að velja sér fleiri fórnarlömb, sanniði til.“„Einn af furðulegustu stjórnmálamönnum lýðveldisins“En þeir eru þó fleiri sem senda honum kaldar kveðjur. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir telur hann veikan og ráðleggur honum að leita sér hjálpar. Vagn Ingólfsson talar fyrir munn margra: „Mættu bara í vinnuna þína. Ég er vinnuveitandi þinn og borga þér laun.“ Og þannig gengur dælan. Stefán Kristvinsson spyr hvort ekki sé „kominn tími á að draga sig í hlé Sigmundur, ég held að þú sért ekki alveg að ráða við þetta.“ Á það er bent í athugasemd að Sigmundur Davíð hafi ekki mætt til vinnu síðan í apríl og Kristján Zophoníasson segir: „Landskjörinn fulltrúi fólksins þarf auðvitað að svara fólkinu ef það spyr? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er líklega einn af furðulegustu stjórnmálamönnum Lýðveldisins, segi ekki meira.“ Víst er að mjög gustar um stjórnmálamanninn Sigmund Davíð og virðist ekkert lát þar á. Tengdar fréttir Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, má þola miklar skammir á Facebook-síðu sinni, svo umbúðalausar að vandséð er að nokkur stjórnmálamaður hafi mátt sitja undir öðru eins – og er þá langt til jafnað. Í athugasemdum hikar fólk ekki við að segja hann hafa orðið sér til skammar, honum er sagt að koma sér til vinnu og jafnvel leyfa ýmsir sér að efast um geðheilbrigði hans. Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð hafi átt sviðið á samfélagsmiðlum þessa helgina. Þetta var í kjölfar þess að Sunna Valgerðardóttir, fréttastjóri RUV á Akureyri, tók við hann viðtal í veislu sem hann hélt nyrðra vegna hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins. Sunna innti hann eftir innanflokksátökum, væringum milli hans og formanns flokksins. RUV bætti svo um betur og birti viðtal við Sigmund Davíð þar sem Sunna spurði hann hvers vegna hann hafi ekki mætt til þingfunda. Sigmundur Davíð brást ókvæða við. Þessum fréttum hefur verið deilt um víðan völl á netinu og í gærkvöldi svaraði Sigmundur Davíð fyrir sig. Og gefur ekkert eftir. „Þráhyggja SDG-hópsins á RÚV virðist vera að ágerast frekar en hitt. Einn af forsprökkum þess hóps sá ástæðu til að ryðjast inn í 100 ára afmælisveislu með dónaskap og framgöngu sem ég hef ekki kynnst oft af hálfu fréttamanna.“ Þannig hefst pistill Sigmundar Davíðs.Því allra harkalegasta eyttÞingmaðurinn heldur áfram: „Tilgangurinn með heimsókn í afmælið virtist eingöngu vera sá að reyna að ýta undir illdeilur í Framsóknarflokknum í tilefni dagsins og búa til frétt um að ég hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki.“ Um 400 manns hafa „lækað“ færslu Sigmundar Davíðs og henni hefur verið deilt um 40 sinnum. En, hafi Sigmundur Davíð vonast til þess að með færslu sinni tækist honum að kveða í kútinn öldu óánægju má ljóst vera að honum hefur ekki orðið að ósk sinni. Því í athugasemdakerfinu hikar fólk hvergi við að hella sér yfir hann, með þeim hætti að vart hefur annað eins sést. Sigmundur Davíð hefur mátt standa í ströngu í nótt við að eyða af síðu sinni því allra harkalegasta og í ljósi þess hvað hefur þó fengið að standa má ljóst vera að það sem var látið vaða í gærkvöldi og í nótt var býsna svæsið.„Varst þér alvarlega til skammar“Jón Kristófer Arnarson ríður á vaðið: „Þú varst þér alvarlega til skammar þarna og sýndir ömurlega framkomu gagnvart fréttamanninum. Þú ert sjálfum þér verstur og þessi þráhyggja þín gegn Rúv er auðvitað bilun. Sunna Valgerðardóttir er þarna að vinna sína vinnu. Þú svarar með dónaskap og út í hött. Bítur nú höfuðið af skömminni með að reyna að koma sök á hana með pistli á Facebook. Afar lágkúrulegt svo ekki sé meira sagt.“ Vissulega stinga stuðningsmenn Sigmundar niður penna og taka undir með sínum manni, svo sem Eygló Guðjónsdóttir: „Fréttamenn RÚV virðast ekki vita hvað hlutlaus fréttamennska snýst um. Heldur nærast þeir (nokkrir) á að lítillækka fólk og koma af stað illdeilum. Þeir eiga margir afskaplega erfitt með að kyngja því að Samfylkingin skuli hafa breyst í Örfylkingu og þetta fólk á eftir að velja sér fleiri fórnarlömb, sanniði til.“„Einn af furðulegustu stjórnmálamönnum lýðveldisins“En þeir eru þó fleiri sem senda honum kaldar kveðjur. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir telur hann veikan og ráðleggur honum að leita sér hjálpar. Vagn Ingólfsson talar fyrir munn margra: „Mættu bara í vinnuna þína. Ég er vinnuveitandi þinn og borga þér laun.“ Og þannig gengur dælan. Stefán Kristvinsson spyr hvort ekki sé „kominn tími á að draga sig í hlé Sigmundur, ég held að þú sért ekki alveg að ráða við þetta.“ Á það er bent í athugasemd að Sigmundur Davíð hafi ekki mætt til vinnu síðan í apríl og Kristján Zophoníasson segir: „Landskjörinn fulltrúi fólksins þarf auðvitað að svara fólkinu ef það spyr? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er líklega einn af furðulegustu stjórnmálamönnum Lýðveldisins, segi ekki meira.“ Víst er að mjög gustar um stjórnmálamanninn Sigmund Davíð og virðist ekkert lát þar á.
Tengdar fréttir Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08