Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 18:55 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira