Galdrar í Reykjavík Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. desember 2016 13:30 Bækur Svartigaldur Stefán Máni Útgefandi: Sögur Prentun: í Lettlandi Fjöldi síðna: 373 bls. Kápa: Kontor Reykjavík Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á sér drauma um að verða rannsóknarlögreglumaður. Enn er hann samt í götulöggunni en fær óvænt tækifæri til að láta að sér kveða þegar hann uppgötvar tengsl milli rannsóknar á morðinu á alþingismanni og hauskúpu sem finnst í geymsluhúsnæði á Grandagarði. Morðmálið vindur upp á sig í óvenjulegar áttir og Hörður þarf ekki bara að trúa ýmsu ótrúlegu heldur ná að sannfæra yfirmenn sína. Meðfram þessu fáum við innsýn í einkalíf Harðar, sem er hávaxinn, þögull og einrænn með lágt sjálfsmat enda hefur hann sína djöfla að draga. Að auki er hann skyggn og sér fyrir hvenær dauðinn nálgast en ekki hvern eða hvernig. Allt leggst þetta á eitt um að gera hann að dæmigerðum einfaralöggumanni sem hefur samt einhvern grófan og drengslegan sjarma sem gerir það að verkum að konan sem hann er hrifinn af lætur sig hafa allt ruglið sem fylgir honum, bæði í einkalífi og starfi. Stefán Máni er góður stílisti og skrifar texta sem rennur vel, er þéttur og á köflum unun að lesa. Þrátt fyrir titil bókarinnar og efnistök eru hér ekki til staðar óþægindin sem eitt sinn voru ráðandi í bókum hans og það er til marks um að Stefán Máni þarf ekki lengur að sjokkera til að halda sínu heldur er kominn með það vald á textanum að hann þarf ekki lengur að beita brögðum til að fanga lesandann. Hann hefur lýst því yfir að hann væri til í að sjá fleiri bækur sínar enda á hvíta tjaldinu en skáldsaga hans Svartur á leik varð að kvikmynd fyrir nokkrum árum og Svartigaldur er mjög myndræn saga sem auðvelt væri að sjá fyrir sér sem sjónvarpsþáttaröð eða í bíó. Gaman var líka að rekast á höfundinn sjálfan á Vitabar í litlu hlutverki, svona aðeins stærra en Hitchcock sem alltaf sást í einhverju formi í myndum sínum. Svartigaldur er að upplagi hefðbundin glæpasaga sem teygir sig yfir í hið yfirnáttúrulega og vefur það saman við grákaldan raunveruleikann. Fléttan er skemmtileg og tekur óvæntar sveigjur og þegar hið yfirnáttúrulega og óhugnanlega kemur í ljós hefur það verið svo haganlega samofið raunveruleikanum að það verður lesandanum ekkert erfitt að samþykkja þá framvindu. Stefán Máni þakkar á síðustu síðu nokkrum fagaðilum sem hann hefur greinilega leitað til og það skilar sér því sagan er trúverðug þrátt fyrir yfirnáttúruna og sérstaklega innsýnin í starf lögreglumanna og lífið á Litla-Hrauni. Hann þakkar einnig Matthíasi Viðari Sæmundssyni sérstaklega en sá einstaki fræðimaður lagði gríðarlega til þekkingar Íslendinga með bók sinni Galdrar á Íslandi, þar sem er að finna einstæða heimild um galdra á Íslandi eins og þeir voru stundaðir á 17. öld. Ekki má gleyma að minnast á bókarkápuna sem er geysilega falleg og áhrifamikil, bundin eins og biblía og blöðin og öll áferð í þeim dúr. Umgjörðin leggur mikið til lestrarupplifunarinnar og saman vinna þau að því að gera þessa glæpasögu ánægjulega aflestrar og jafnvel lyfta henni aðeins yfir formið.Niðurstaða: Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdraáhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember. Bókmenntir Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Svartigaldur Stefán Máni Útgefandi: Sögur Prentun: í Lettlandi Fjöldi síðna: 373 bls. Kápa: Kontor Reykjavík Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á sér drauma um að verða rannsóknarlögreglumaður. Enn er hann samt í götulöggunni en fær óvænt tækifæri til að láta að sér kveða þegar hann uppgötvar tengsl milli rannsóknar á morðinu á alþingismanni og hauskúpu sem finnst í geymsluhúsnæði á Grandagarði. Morðmálið vindur upp á sig í óvenjulegar áttir og Hörður þarf ekki bara að trúa ýmsu ótrúlegu heldur ná að sannfæra yfirmenn sína. Meðfram þessu fáum við innsýn í einkalíf Harðar, sem er hávaxinn, þögull og einrænn með lágt sjálfsmat enda hefur hann sína djöfla að draga. Að auki er hann skyggn og sér fyrir hvenær dauðinn nálgast en ekki hvern eða hvernig. Allt leggst þetta á eitt um að gera hann að dæmigerðum einfaralöggumanni sem hefur samt einhvern grófan og drengslegan sjarma sem gerir það að verkum að konan sem hann er hrifinn af lætur sig hafa allt ruglið sem fylgir honum, bæði í einkalífi og starfi. Stefán Máni er góður stílisti og skrifar texta sem rennur vel, er þéttur og á köflum unun að lesa. Þrátt fyrir titil bókarinnar og efnistök eru hér ekki til staðar óþægindin sem eitt sinn voru ráðandi í bókum hans og það er til marks um að Stefán Máni þarf ekki lengur að sjokkera til að halda sínu heldur er kominn með það vald á textanum að hann þarf ekki lengur að beita brögðum til að fanga lesandann. Hann hefur lýst því yfir að hann væri til í að sjá fleiri bækur sínar enda á hvíta tjaldinu en skáldsaga hans Svartur á leik varð að kvikmynd fyrir nokkrum árum og Svartigaldur er mjög myndræn saga sem auðvelt væri að sjá fyrir sér sem sjónvarpsþáttaröð eða í bíó. Gaman var líka að rekast á höfundinn sjálfan á Vitabar í litlu hlutverki, svona aðeins stærra en Hitchcock sem alltaf sást í einhverju formi í myndum sínum. Svartigaldur er að upplagi hefðbundin glæpasaga sem teygir sig yfir í hið yfirnáttúrulega og vefur það saman við grákaldan raunveruleikann. Fléttan er skemmtileg og tekur óvæntar sveigjur og þegar hið yfirnáttúrulega og óhugnanlega kemur í ljós hefur það verið svo haganlega samofið raunveruleikanum að það verður lesandanum ekkert erfitt að samþykkja þá framvindu. Stefán Máni þakkar á síðustu síðu nokkrum fagaðilum sem hann hefur greinilega leitað til og það skilar sér því sagan er trúverðug þrátt fyrir yfirnáttúruna og sérstaklega innsýnin í starf lögreglumanna og lífið á Litla-Hrauni. Hann þakkar einnig Matthíasi Viðari Sæmundssyni sérstaklega en sá einstaki fræðimaður lagði gríðarlega til þekkingar Íslendinga með bók sinni Galdrar á Íslandi, þar sem er að finna einstæða heimild um galdra á Íslandi eins og þeir voru stundaðir á 17. öld. Ekki má gleyma að minnast á bókarkápuna sem er geysilega falleg og áhrifamikil, bundin eins og biblía og blöðin og öll áferð í þeim dúr. Umgjörðin leggur mikið til lestrarupplifunarinnar og saman vinna þau að því að gera þessa glæpasögu ánægjulega aflestrar og jafnvel lyfta henni aðeins yfir formið.Niðurstaða: Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdraáhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember.
Bókmenntir Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira