Bestu innlendu plötur 2016: Árið hans Emmsjé Gauta Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. desember 2016 11:00 Það bar ansi mikið á Emmsjé Gauta á árinu, en hann gaf út tvær plötur sem báðar komast inn á lista. Vísir/Stefán Platan Vagg og Velta með Emmsjé Gauta er plata ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þetta var þó ekki nein rússnesk kosning því að mjög mjótt var á mununum milli plötu Gauta og frumraunar hins kornunga Arons Can. Plöturnar komust báðar inn á lista tíu álitsgjafa en Vagg og velta var þó oftar sett í fyrsta sætið, eða þrisvar sinnum. Ekki svo langt undan er önnur frumraun, en platan GKR með GKR komst á lista sjö álitsgjafa en þó aldrei í fyrsta sætið. Þar á eftir kemur svo platan Season 2 með Sturlu Atlas, en athygli vekur að hún komst jafn oft og Vagg og velta í fyrsta sætið, en hins vegar var hún sjaldnar nefnd. Í fimmta sætinu er það aftur Emmsjé Gauti með plötuna 17. nóvember. Það má alveg tala um að þetta hafi verið árið hans Gauta enda gefur þessi litli ofvirki rappari úr Breiðholtinu út tvær plötur sem báðar komast á lista, hann virðist auk þess vera alls staðar og hafa gert allt. Þetta má þakka ákaflega vel heppnuðum og frumlegum herferðum frá honum; hann gaf út tölvuleik, bjó til „action figure“, seldi fatnað meðal annars í samstarfi við 66°Norður og spilaði á ótal tónleikum. Að sama skapi má tala um ár streymisins og ár markaðssetningarinnar, en allar plöturnar á listanum voru markaðssettar á frumlegan og nýstárlegan hátt.1. Ofvirki strákurinn úr Breiðholtinu Þriðja platan hans Gauta kom út í sumar en fyrsti singúll hennar, Strákarnir, kom út nokkru fyrr við gríðarlegar vinsældir. Á plötunni má heyra í mörgum af fremstu tónlistarmönnum rappsenunnar eins og Gísla Pálma, Aroni Can, Úlfur Úlfur og Bent. Dóri DNA á einnig óvænta innkomu og Unnsteinn Manuel þenur raddböndin. Í kringum útgáfu plötunnar var efnt til söfnunar á Karolina Fund þar sem safnað var fyrir vínylútgáfu af plötunni og fór svo að söfnunin fór fram úr björtustu vonum svo að vínylútgáfan varð að veruleika. Á plötunni má finna allan skalann; þarna er drama og rómantík en þó er aldrei langt í djammið og fjörið. Lögin Strákarnir, Reykjavík, Silfurskotta og Djammæli fengu öll myndband og voru spiluð töluvert í útvarpi en þó var þeim aðallega streymt gífurlega oft á Spotify – en það er svipuð þróun og hefur verið að undanförnu í tónlistarsenunni um allan heim, hlutur streymis verður sífellt stærri í tónlistarspilun nútímans. Vagg og velta er plata frá reynslubolta í senunni sem veit alveg hvað hann er að gera. Allt er vandað og metnaðarfullt, allt hljómar vel og afar fáir veikir punktar til að tala um.2. Þið ættuð að þekkja stráginn núna Nýliðinn Aron Can kom með ótrúlegum krafti inn í íslenska tónlistarsenu. Þessi ungi drengur úr Grafarvoginum vissi strax frá byrjun hvað hann ætlaði sér og sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor, áður en nokkuð nema lagið Þekkir stráginn hafði komið út með honum, að sig langaði að „vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum.“ Þekkir stráginn setti allt á hliðina og öll lögin af plötunni voru á toppi hlustunarlista Spotify yfir vinsælustu lögin á landinu. Síðan þá hefur Aron farið víða, spilað oft og orðið stórstjarna í íslenskum poppheimi. Þegar hann kemur fram á tónleikum má greina svipuð viðbrögð hjá áhorfendum og þegar Bítlarnir stigu á svið, jafnvel fullorðið fólk fellur í ómegin yfir nærveru þessa 17 ára drengs. Spennandi að sjá hvernig næsta ár verður hjá strágnum.3. Meira en bara morgunmatur Annar nýliði á listanum, Gaukur Grétuson eða GKR, kom sér fyrst á kortið með hinum áhugaverða og grípandi smelli Morgunmatur þar sem hann rappar um að fá sér morgunmat er hann vaknar. Síðan kom í ljós að GKR virtist fæddur „performer“ eða skemmtikraftur og vakti mikla lukku hvar sem hann kom fram. Óvenjulegar eða frumlegar leiðir voru farnar við að vekja athygli á öllum plötunum hér á listanum við útgáfu og GKR gekk einna lengst en platan kom út á USB-kubb í sérstökum morgunkornskassa. Hann gaf á sama tíma út fatnað merktan GKR sem rokseldist og bandaríska plötufyrirtækið Mad Decent, sem er í eigu Diplo, tók myndband hans við lagið Meira af plötunni upp á sína arma. „Þau fundu mig á Spotify-lagalista og fíluðu mig mjög vel. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTube-reikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ sagði GKR í viðtali við Fréttablaðið í nóvember.4. Hjartaknúsarar úr miðbænum Sturla Atlas kann á internetið og kann að koma sér þar á framfæri. Æsingurinn fyrir allt sem 101 boys gera er eiginlega með ólíkindum og Sturla Atlas verkefnið er þar í sérflokki. Þeir hafa gefið út plaköt, föt, buff og hannað vatnsflöskur. Sturla Atlas spratt í raun upp úr tómi fyrst þegar sveitin kom fram og gaf út fyrstu plötuna sína, Love Hurts. Season 2 er þeirra langþroskaðasta verkefni hingað til. Á plötunni er tekist á við ástir og örlög í miðbæ Reykjavíkur. Sturla er svalur hjartaknúsari sem leitar að ástinni og stundum leitar hann hennar á vitlausum stöðum. Honum til halds og trausts er svo restin af 101 boys – þeir Joey Christ, Logi Pedro og Young Nazareth.5. Og Gauti enn eina ferðina Að tvær plötur með Emmsjé Gauta eru á þessum lista sýnir kannski aðallega þær miklu vinsældir sem þessi drengur nýtur en einnig að hann kann að búa til grípandi tónlist og auglýsa sig, eins og aðrir hér á lista. Tölvuleikur, myndbönd og „action figure“ eru meðal þess sem var gert til að koma útgáfunni á framfæri og virðist það hafa virkað ansi vel. Gauti hefur sagt í viðtölum að hann hafi verið uppfullur af sköpunarkrafti eftir að hafa klárað Vagg og veltu og úr varð að hann tók upp nóg af lögum til að geta gefið út aðra plötu einungis fjórum mánuðum síðar. Þessi plata er ekki alveg jafn fínpússuð og Vagg og velta en á henni er meiri leikur og það er fjörið sem er hér í aðalhlutverki, þó að viðkvæma hliðin á Gauta fái að njóta sín á nokkrum stöðum.Álitsgjafar FréttablaðsinsLogi Pedro Stefánsson, tónlistarmaðurKaró, söngkonaBjörn Valur Pálsson, plötusnúður og pródúsantHelga Páley, listakonaHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaður á VísiGeoffrey Skywalker, forstjóri PriksinsKjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaðurÓsk Gunnarsdóttir, Útvarpskona á FM957Daníel Ólafsson, plötusnúður og lífskúnstnerKjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúi og fagurkeriSteinþór Helgi Arnsteinsson, athafnamaðurÞura Stína, plötusnúðurSigga litla, altmuligt konaSteinunn Eldflaug Harðardóttir, tónlistarkona Fréttir ársins 2016 Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Platan Vagg og Velta með Emmsjé Gauta er plata ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þetta var þó ekki nein rússnesk kosning því að mjög mjótt var á mununum milli plötu Gauta og frumraunar hins kornunga Arons Can. Plöturnar komust báðar inn á lista tíu álitsgjafa en Vagg og velta var þó oftar sett í fyrsta sætið, eða þrisvar sinnum. Ekki svo langt undan er önnur frumraun, en platan GKR með GKR komst á lista sjö álitsgjafa en þó aldrei í fyrsta sætið. Þar á eftir kemur svo platan Season 2 með Sturlu Atlas, en athygli vekur að hún komst jafn oft og Vagg og velta í fyrsta sætið, en hins vegar var hún sjaldnar nefnd. Í fimmta sætinu er það aftur Emmsjé Gauti með plötuna 17. nóvember. Það má alveg tala um að þetta hafi verið árið hans Gauta enda gefur þessi litli ofvirki rappari úr Breiðholtinu út tvær plötur sem báðar komast á lista, hann virðist auk þess vera alls staðar og hafa gert allt. Þetta má þakka ákaflega vel heppnuðum og frumlegum herferðum frá honum; hann gaf út tölvuleik, bjó til „action figure“, seldi fatnað meðal annars í samstarfi við 66°Norður og spilaði á ótal tónleikum. Að sama skapi má tala um ár streymisins og ár markaðssetningarinnar, en allar plöturnar á listanum voru markaðssettar á frumlegan og nýstárlegan hátt.1. Ofvirki strákurinn úr Breiðholtinu Þriðja platan hans Gauta kom út í sumar en fyrsti singúll hennar, Strákarnir, kom út nokkru fyrr við gríðarlegar vinsældir. Á plötunni má heyra í mörgum af fremstu tónlistarmönnum rappsenunnar eins og Gísla Pálma, Aroni Can, Úlfur Úlfur og Bent. Dóri DNA á einnig óvænta innkomu og Unnsteinn Manuel þenur raddböndin. Í kringum útgáfu plötunnar var efnt til söfnunar á Karolina Fund þar sem safnað var fyrir vínylútgáfu af plötunni og fór svo að söfnunin fór fram úr björtustu vonum svo að vínylútgáfan varð að veruleika. Á plötunni má finna allan skalann; þarna er drama og rómantík en þó er aldrei langt í djammið og fjörið. Lögin Strákarnir, Reykjavík, Silfurskotta og Djammæli fengu öll myndband og voru spiluð töluvert í útvarpi en þó var þeim aðallega streymt gífurlega oft á Spotify – en það er svipuð þróun og hefur verið að undanförnu í tónlistarsenunni um allan heim, hlutur streymis verður sífellt stærri í tónlistarspilun nútímans. Vagg og velta er plata frá reynslubolta í senunni sem veit alveg hvað hann er að gera. Allt er vandað og metnaðarfullt, allt hljómar vel og afar fáir veikir punktar til að tala um.2. Þið ættuð að þekkja stráginn núna Nýliðinn Aron Can kom með ótrúlegum krafti inn í íslenska tónlistarsenu. Þessi ungi drengur úr Grafarvoginum vissi strax frá byrjun hvað hann ætlaði sér og sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor, áður en nokkuð nema lagið Þekkir stráginn hafði komið út með honum, að sig langaði að „vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum.“ Þekkir stráginn setti allt á hliðina og öll lögin af plötunni voru á toppi hlustunarlista Spotify yfir vinsælustu lögin á landinu. Síðan þá hefur Aron farið víða, spilað oft og orðið stórstjarna í íslenskum poppheimi. Þegar hann kemur fram á tónleikum má greina svipuð viðbrögð hjá áhorfendum og þegar Bítlarnir stigu á svið, jafnvel fullorðið fólk fellur í ómegin yfir nærveru þessa 17 ára drengs. Spennandi að sjá hvernig næsta ár verður hjá strágnum.3. Meira en bara morgunmatur Annar nýliði á listanum, Gaukur Grétuson eða GKR, kom sér fyrst á kortið með hinum áhugaverða og grípandi smelli Morgunmatur þar sem hann rappar um að fá sér morgunmat er hann vaknar. Síðan kom í ljós að GKR virtist fæddur „performer“ eða skemmtikraftur og vakti mikla lukku hvar sem hann kom fram. Óvenjulegar eða frumlegar leiðir voru farnar við að vekja athygli á öllum plötunum hér á listanum við útgáfu og GKR gekk einna lengst en platan kom út á USB-kubb í sérstökum morgunkornskassa. Hann gaf á sama tíma út fatnað merktan GKR sem rokseldist og bandaríska plötufyrirtækið Mad Decent, sem er í eigu Diplo, tók myndband hans við lagið Meira af plötunni upp á sína arma. „Þau fundu mig á Spotify-lagalista og fíluðu mig mjög vel. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTube-reikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ sagði GKR í viðtali við Fréttablaðið í nóvember.4. Hjartaknúsarar úr miðbænum Sturla Atlas kann á internetið og kann að koma sér þar á framfæri. Æsingurinn fyrir allt sem 101 boys gera er eiginlega með ólíkindum og Sturla Atlas verkefnið er þar í sérflokki. Þeir hafa gefið út plaköt, föt, buff og hannað vatnsflöskur. Sturla Atlas spratt í raun upp úr tómi fyrst þegar sveitin kom fram og gaf út fyrstu plötuna sína, Love Hurts. Season 2 er þeirra langþroskaðasta verkefni hingað til. Á plötunni er tekist á við ástir og örlög í miðbæ Reykjavíkur. Sturla er svalur hjartaknúsari sem leitar að ástinni og stundum leitar hann hennar á vitlausum stöðum. Honum til halds og trausts er svo restin af 101 boys – þeir Joey Christ, Logi Pedro og Young Nazareth.5. Og Gauti enn eina ferðina Að tvær plötur með Emmsjé Gauta eru á þessum lista sýnir kannski aðallega þær miklu vinsældir sem þessi drengur nýtur en einnig að hann kann að búa til grípandi tónlist og auglýsa sig, eins og aðrir hér á lista. Tölvuleikur, myndbönd og „action figure“ eru meðal þess sem var gert til að koma útgáfunni á framfæri og virðist það hafa virkað ansi vel. Gauti hefur sagt í viðtölum að hann hafi verið uppfullur af sköpunarkrafti eftir að hafa klárað Vagg og veltu og úr varð að hann tók upp nóg af lögum til að geta gefið út aðra plötu einungis fjórum mánuðum síðar. Þessi plata er ekki alveg jafn fínpússuð og Vagg og velta en á henni er meiri leikur og það er fjörið sem er hér í aðalhlutverki, þó að viðkvæma hliðin á Gauta fái að njóta sín á nokkrum stöðum.Álitsgjafar FréttablaðsinsLogi Pedro Stefánsson, tónlistarmaðurKaró, söngkonaBjörn Valur Pálsson, plötusnúður og pródúsantHelga Páley, listakonaHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaður á VísiGeoffrey Skywalker, forstjóri PriksinsKjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaðurÓsk Gunnarsdóttir, Útvarpskona á FM957Daníel Ólafsson, plötusnúður og lífskúnstnerKjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúi og fagurkeriSteinþór Helgi Arnsteinsson, athafnamaðurÞura Stína, plötusnúðurSigga litla, altmuligt konaSteinunn Eldflaug Harðardóttir, tónlistarkona
Fréttir ársins 2016 Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira