Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2016 13:04 Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. Mynd/NRK Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp