Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2016 10:01 Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. Ráðamenn bandaríska fyrirtæksins vonast þó til að framkvæmdir hefjist næsta vor. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Davíð Stefánsson, talsmann Silicor Materials á Íslandi. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á þessu ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í haust en nú hafa þeir lýst því yfir að fjármögnun tefjist fram á vor. „Þetta eru stórar fjárhæðir. Þetta er flókið samspil margra mjög ólíkra aðila. Þetta tekur einfaldlega meiri tíma en menn eru að gera ráð fyrir,“ segir Davíð.Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Menn eru að reyna að spenna sig og reyna að ná þessu á ákveðnum tímapunkti. En svo reynist það bara ekki raunhæft. Það þarf einfaldlega lengri tíma í að ljúka þessu.“ Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður en hráefnið kemur frá kísilverum eins og þeim sem nú rísa á Húsavík og í Helguvík. Með samningi við Orku náttúrunnar er Silicor búið að tryggja sér um helming þeirra raforku, sem verksmiðjan þarf, en ræðir við Landsvirkjun um það sem á vantar. „Þeir segjast í þröngri stöðu og þá er verið að tala um orkuöflun sem nær þá fram á 2019-2020. Þeir gera ekki meira en það sem þeir hafa. Þeir eru bundnir í samningum við aðra. En við erum sem sagt í viðræðum við þá og vonandi klárast það með réttum hætti,“ segir Davíð um Landsvirkjun.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga vorið 2014.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Þetta er raunar ein stærsta einstaka atvinnufjárfesting sem áformuð er hérlendis, upp á einn milljarð dollara, eða um 110 milljarða íslenskra króna, en gert er ráð fyrir 450 störfum í verksmiðjunni. Davíð segir menn vonast til að framkvæmdir hefjist næsta vor. „Silicor Material, og þeir sem stýra því fyrirtæki, eru að vonast til þess að það hefjist næsta vor. En nákvæmlega hvenær, - það hef ég ekki.“ Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. Ráðamenn bandaríska fyrirtæksins vonast þó til að framkvæmdir hefjist næsta vor. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Davíð Stefánsson, talsmann Silicor Materials á Íslandi. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á þessu ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í haust en nú hafa þeir lýst því yfir að fjármögnun tefjist fram á vor. „Þetta eru stórar fjárhæðir. Þetta er flókið samspil margra mjög ólíkra aðila. Þetta tekur einfaldlega meiri tíma en menn eru að gera ráð fyrir,“ segir Davíð.Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Menn eru að reyna að spenna sig og reyna að ná þessu á ákveðnum tímapunkti. En svo reynist það bara ekki raunhæft. Það þarf einfaldlega lengri tíma í að ljúka þessu.“ Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður en hráefnið kemur frá kísilverum eins og þeim sem nú rísa á Húsavík og í Helguvík. Með samningi við Orku náttúrunnar er Silicor búið að tryggja sér um helming þeirra raforku, sem verksmiðjan þarf, en ræðir við Landsvirkjun um það sem á vantar. „Þeir segjast í þröngri stöðu og þá er verið að tala um orkuöflun sem nær þá fram á 2019-2020. Þeir gera ekki meira en það sem þeir hafa. Þeir eru bundnir í samningum við aðra. En við erum sem sagt í viðræðum við þá og vonandi klárast það með réttum hætti,“ segir Davíð um Landsvirkjun.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga vorið 2014.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Þetta er raunar ein stærsta einstaka atvinnufjárfesting sem áformuð er hérlendis, upp á einn milljarð dollara, eða um 110 milljarða íslenskra króna, en gert er ráð fyrir 450 störfum í verksmiðjunni. Davíð segir menn vonast til að framkvæmdir hefjist næsta vor. „Silicor Material, og þeir sem stýra því fyrirtæki, eru að vonast til þess að það hefjist næsta vor. En nákvæmlega hvenær, - það hef ég ekki.“
Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36