Viðskipti erlent

Mikil hækkun tekna síðustu ár

Þorgeir Helgason skrifar
Hæstu heildartekjur eftir sveitarfélögum árið 2015
Hæstu heildartekjur eftir sveitarfélögum árið 2015
Heildartekjur voru hæstar í Garðabæ og í Skorradalshreppi á árinu 2015 samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar. Heildartekjur eru samsettar af atvinnutekjum, fjármagnstekjum og öðrum tekjum. Í Garðabæ og Skorradalshreppi var meðaltal heildartekna um 4,9 milljónir á árinu 2015.

Á síðustu 25 árum hafa tekjur hækkað mikið á landinu. Mest er hækkunin í Skorradalshreppi en tekjur þar hafa hækkað um 93 prósent á tímabilinu. Í Tálknafjarðar­hreppi hafa þær þó aukist minnst eða aðeins um 23 prósent á tímabilinu.

Atvinnutekjur einstaklinga voru lægstar í Helgafellssveit í fyrra eða um 1,7 milljónir. Hæstar voru þær í Fjarðabyggð, um 5 milljónir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×