Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Grindavík 80-95 | Nýliðarnir urðu að játa sig sigraða Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 15. desember 2016 22:45 Flenard Whitfield er atkvæðamestur í liði Skallagríms í vetur. vísir/eyþór Skallagrímur hefur komið skemmtilega á óvart í Dominos-deildinni í vetur en liðið varð að sætta sig við tap gegn heitu liði Grindavíkur í kvöld. Leikurinn fór vel af stað og voru skotin að detta niður hjá báðum liðum en þess má geta að varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Grindvíkingar voru duglegir að sækja sóknarfráköst allan leikinn og refsuðu heimamönnum með hverju frákastinu. Skallagrímsmenn létu ekki áræðni gestanna á sig fá og leiddu í hálfleik, 43-42. Í seinni hálfleik komu hinir bláu vel einbeittir til leiks og skoruðu fyrstu átta stigin. Skallagrímsmenn höfðu lítið sem engin svör við sóknarleik gestanna enda virtist sem hvert skot rataði réttu leið. Það var svo lítið um tíðindi frá heimamönnum í loka leikhluta þar sem ákveðin örvænting var í sóknarleik þeirra og óhætt að segja að sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu. Það var sterk liðsheild og barátta sem að skóp sigur gestanna.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu nánast sama körfuboltann alla leikhlutina. Það var lítið um slæma kafla eða góða kafla heldur héldu þeir haus allan tímann. Það var barátta í gestunum og þeir sýndu það í spilamennskunni að sigurviljinn var í fyrirrúmi.Bestu menn vallarins? Lewis Clinch Jr. var góður fyrir sína menn með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann var nánast að daðra við hina eftirsóttu þrennu. Stigaskor dreifðist vel á milli leikmanna gestanna en Lewis Clinch Jr, Ólafur Óla, Dagur Kár, Þorsteinn Finnboga og Þorleifur Ólafs voru allir með 10 stig eða hærra sem ýtir enn frekar undir liðssigur gestanna. Hjá heimamönnum var það Flennard sem að leiddi hópinn með 28 stig og 15 fráköst. Þar fast á eftir komu Flake og Sigtryggur Arnar með 19 og 16 stig hvor um sig.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að Grindavík var með 13 sóknarfráköst og náði að nýta sér þau með 14 stigum. Á móti tóku heimamenn fimm sóknarfráköst. Grindvíkingar fengu töluvert fleiri vítaskot í leiknum eða 31 stykki en Skallagrímur einungis 13. Þess má geta að Ólafur Ólafsson var með 70 prósent skotnýtingu inn í teig en hann hitti úr 7 af þeim 10 skotum sem hann tók. Annars voru liðin nokkuð jöfn heilt yfir ef tölfræðin er tekin fyrir. Bæði lið voru með 19 stoðsendingar, 11 tapaða bolta og 5 stolna bolta. Helsti munurinn, fyrir utan stigaskor, liggur í frákasta baráttunni en Grindavík tók tíu fleiri fráköst en heimamenn, átta af þeim tíu fráköstum koma úr sókn Grindvíkinga.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að ná einhverjum tökum á leiknum. Grindavík spilaði örlítið hraðari bolta en hinir gulu og náður þeir að stjórna tempói leiksins mest allan tímann. Það var ekki nema í lok annars leikhluta að heimamenn voru við stjórn. En svo vantaði bara baráttuna í heimamenn, og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Það var eitthvert orkuleysi í Skallagrímsmönnum en með þessu orkuleysi áttu þeir lítinn séns í Grindvíkinga í kvöld. Gestirnir voru bara betri og eiga sigur skilið.Skallagrímur-Grindavík 80-95 (23-26, 20-16, 17-28, 20-25)Skallagrímur: Flenard Whitfield 28/15 fráköst, Darrell Flake 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/6 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Kristófer Gíslason 4, Kristján Örn Ómarsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Magnús Þór Gunnarsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Sumarliði Páll Sigurbergsson 0.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.Finnur: Það vantaði trúna Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var þreytulegur að sjá eftir leik liðanna. „Þetta var erfitt í kvöld. Þeir bara vildu þetta meira en við og þeir voru hreinlega bara að slátra okkur í fráköstum. Þeir taka 13 sóknarfráköst á okkur sem er bara alltof mikið,“ sagði Finnur. Eftir þrjá leikhluta voru Skallagrímsmenn 10 stigum undir og þurfti að finna hvað væri hægt að gera til að saxa á forskot gestanna. „Við reyndum að finna út hvernig við gætum skorað á þá og við reyndum ýmislegt en það vantaði bara viljann og stemmningu hjá okkur sem og trúna. Þetta var bara ekki nógu gott.”Ólafur: Vorum duglegir að fara í fráköst Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur var sérstaklega ánægður með sigurinn. „Leikurinn var skemmtilegur í kvöld. Það er alltaf gaman að koma í Borgarnes og spila hérna. Það er eins og maður sé að spila í úrslitakeppninni í hvert einasta skipti sem er bara gaman,” sagði Ólafur um það hvernig er að spila í Fjósinu. Þetta var góður liðssigur hjá gestunum og voru þeir með mikla barátta í öllum sínum framkvæmdum. „Við unnum leikinn í frákastabaráttunni, við vorum duglegir að fara í fráköstin. Ég fékk það mikla verkefni að passa upp á Flennard í kvöld sem er virkilega góður, sterkur og erfitt að eiga við. En við lögðum upp með að vinna frákastabaráttuna hér í kvöld og við náðum að gera það sem ég er mjög ánægður með.”Sigtryggur Arnar: Andlausir og daufir Sigtryggur Arnar Björnsson leikstjórnandi Skallagríms var svekktur eftir leik og fannst liðið ekki koma tilbúið á völlinn. „Við vorum andlausir og daufir eiginlega allan leikinn. Ég hreinlega veit ekki af hverju við komum svona stemmdir til leiks en það er augljóslega eitthvað sem við þurfum að laga, þetta má ekki gerast aftur." Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Skallagrímur hefur komið skemmtilega á óvart í Dominos-deildinni í vetur en liðið varð að sætta sig við tap gegn heitu liði Grindavíkur í kvöld. Leikurinn fór vel af stað og voru skotin að detta niður hjá báðum liðum en þess má geta að varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Grindvíkingar voru duglegir að sækja sóknarfráköst allan leikinn og refsuðu heimamönnum með hverju frákastinu. Skallagrímsmenn létu ekki áræðni gestanna á sig fá og leiddu í hálfleik, 43-42. Í seinni hálfleik komu hinir bláu vel einbeittir til leiks og skoruðu fyrstu átta stigin. Skallagrímsmenn höfðu lítið sem engin svör við sóknarleik gestanna enda virtist sem hvert skot rataði réttu leið. Það var svo lítið um tíðindi frá heimamönnum í loka leikhluta þar sem ákveðin örvænting var í sóknarleik þeirra og óhætt að segja að sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu. Það var sterk liðsheild og barátta sem að skóp sigur gestanna.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu nánast sama körfuboltann alla leikhlutina. Það var lítið um slæma kafla eða góða kafla heldur héldu þeir haus allan tímann. Það var barátta í gestunum og þeir sýndu það í spilamennskunni að sigurviljinn var í fyrirrúmi.Bestu menn vallarins? Lewis Clinch Jr. var góður fyrir sína menn með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann var nánast að daðra við hina eftirsóttu þrennu. Stigaskor dreifðist vel á milli leikmanna gestanna en Lewis Clinch Jr, Ólafur Óla, Dagur Kár, Þorsteinn Finnboga og Þorleifur Ólafs voru allir með 10 stig eða hærra sem ýtir enn frekar undir liðssigur gestanna. Hjá heimamönnum var það Flennard sem að leiddi hópinn með 28 stig og 15 fráköst. Þar fast á eftir komu Flake og Sigtryggur Arnar með 19 og 16 stig hvor um sig.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að Grindavík var með 13 sóknarfráköst og náði að nýta sér þau með 14 stigum. Á móti tóku heimamenn fimm sóknarfráköst. Grindvíkingar fengu töluvert fleiri vítaskot í leiknum eða 31 stykki en Skallagrímur einungis 13. Þess má geta að Ólafur Ólafsson var með 70 prósent skotnýtingu inn í teig en hann hitti úr 7 af þeim 10 skotum sem hann tók. Annars voru liðin nokkuð jöfn heilt yfir ef tölfræðin er tekin fyrir. Bæði lið voru með 19 stoðsendingar, 11 tapaða bolta og 5 stolna bolta. Helsti munurinn, fyrir utan stigaskor, liggur í frákasta baráttunni en Grindavík tók tíu fleiri fráköst en heimamenn, átta af þeim tíu fráköstum koma úr sókn Grindvíkinga.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að ná einhverjum tökum á leiknum. Grindavík spilaði örlítið hraðari bolta en hinir gulu og náður þeir að stjórna tempói leiksins mest allan tímann. Það var ekki nema í lok annars leikhluta að heimamenn voru við stjórn. En svo vantaði bara baráttuna í heimamenn, og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Það var eitthvert orkuleysi í Skallagrímsmönnum en með þessu orkuleysi áttu þeir lítinn séns í Grindvíkinga í kvöld. Gestirnir voru bara betri og eiga sigur skilið.Skallagrímur-Grindavík 80-95 (23-26, 20-16, 17-28, 20-25)Skallagrímur: Flenard Whitfield 28/15 fráköst, Darrell Flake 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/6 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Kristófer Gíslason 4, Kristján Örn Ómarsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Magnús Þór Gunnarsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Sumarliði Páll Sigurbergsson 0.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.Finnur: Það vantaði trúna Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var þreytulegur að sjá eftir leik liðanna. „Þetta var erfitt í kvöld. Þeir bara vildu þetta meira en við og þeir voru hreinlega bara að slátra okkur í fráköstum. Þeir taka 13 sóknarfráköst á okkur sem er bara alltof mikið,“ sagði Finnur. Eftir þrjá leikhluta voru Skallagrímsmenn 10 stigum undir og þurfti að finna hvað væri hægt að gera til að saxa á forskot gestanna. „Við reyndum að finna út hvernig við gætum skorað á þá og við reyndum ýmislegt en það vantaði bara viljann og stemmningu hjá okkur sem og trúna. Þetta var bara ekki nógu gott.”Ólafur: Vorum duglegir að fara í fráköst Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur var sérstaklega ánægður með sigurinn. „Leikurinn var skemmtilegur í kvöld. Það er alltaf gaman að koma í Borgarnes og spila hérna. Það er eins og maður sé að spila í úrslitakeppninni í hvert einasta skipti sem er bara gaman,” sagði Ólafur um það hvernig er að spila í Fjósinu. Þetta var góður liðssigur hjá gestunum og voru þeir með mikla barátta í öllum sínum framkvæmdum. „Við unnum leikinn í frákastabaráttunni, við vorum duglegir að fara í fráköstin. Ég fékk það mikla verkefni að passa upp á Flennard í kvöld sem er virkilega góður, sterkur og erfitt að eiga við. En við lögðum upp með að vinna frákastabaráttuna hér í kvöld og við náðum að gera það sem ég er mjög ánægður með.”Sigtryggur Arnar: Andlausir og daufir Sigtryggur Arnar Björnsson leikstjórnandi Skallagríms var svekktur eftir leik og fannst liðið ekki koma tilbúið á völlinn. „Við vorum andlausir og daufir eiginlega allan leikinn. Ég hreinlega veit ekki af hverju við komum svona stemmdir til leiks en það er augljóslega eitthvað sem við þurfum að laga, þetta má ekki gerast aftur."
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira