Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 88-104 | Carberry magnaður í sigri Þórs Smári Jökull Jónsson í Ljónagryfjunni skrifar 15. desember 2016 22:45 Björn Kristjánsson, leikstjórnandi Njarðvíkur. vísir/anton Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu þægilegan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld þar sem Tobin Carberry fór á köstum. Þór batt þar með enda á fimm leikja taphrinu í Dominos-deildinni. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur og mikið skorað. Gestirnir úr Þorlákshöfn voru að setja niður góð skot og Emil Karel Einarsson var sjóðandi heitur framan af. Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum á floti og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Staðan í hálfleik var 61-48 Þórsurum í vil og varnarleikur Njarðvíkinga augljóslega í molum. Í síðari hálfleik héldu Þórsarar heimamönnum í þægilegri fjarlægð. Njarðvík náði muninum aldrei niður fyrir 10 stig og gerði aldrei alvöru áhlaup á gestina. Tobin Carberry var frábær í liði gestanna og keyrði þá áfram þegar þeir voru í vandræðum í sókninni. Lokatölur urðu 104-88 Þór í vil sem þar með eru komnir með 10 stig í Dominos-deildinni. Njarðvíkingar sitja hins vegar í fallsæti framyfir áramót. Tobin Carberry var stigahæstur hjá Þór með 38 stig auk þess að taka 24 fráköst en hjá Njarðvík skoraði Logi Gunnarsson 25 stig og Jeremy Atkinson var með 21 stig.Af hverju vann Þór?Þórsarar mættu einfaldlega tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu. Þeir hittu afar vel í byrjun sem gaf þeim sjálfstraust og þeir sýndu frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik. Þórsarar skoruðu 61 stig í fyrri hálfleiknum og það segir ýmislegt um varnarleik heimamanna. Til gamans má geta að Njarðvíkingar fengu á sig 61 stig i öllum sigurleiknum gegn KR í Vesturbænum á dögunum. Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum inni í leiknum og var frábær í fyrri hálfleiknum. Stemmningin var öll Þórsmegin í kvöld og var ekki að sjá að þeir væru búnir að tapa 5 leikjum í röð fyrir leikinn. Bekkurinn fagnaði gríðarlega í hvert skipti sem boltinn fór í körfuna á meðan andleysið réði ríkjum hjá Njarðvík.Bestu menn vallarins:Tobin Carberry var magnaður hjá Þórsurum í kvöld. Hann skilaði hvorki fleiri né færri en 61 framlagspunktum, skoraði 38 stig og tók 24 fráköst. Stórkostleg frammistaða. Emil Karel Einarsson var sömuleiðis góður og skilaði mikilvægu framlagi auk þess sem Ólafur Helgi Jónsson átti fínan leik. Logi Gunnarsson var góður í liði Njarðvík og Jeremy Atkinson kom til í síðari hálfleiknum eftir rólega byrjun. Logi hélt Njarðvíkingum á floti lengi vel og öskraði sína menn áfram þó undirtektirnar væru stundum litlar.Áhugaverð tölfræði:Það að Tobin Carberry skili 61 framlagspunktum er ótrúlegt. Hann var aðeins tveimur stoðsendingum frá rosalegri þrennu (38 stig, 24 fráköst og 8 stoðsendingar) og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Hann var með 74% skotnýtingu sem er afar góð nýting. Einfaldlega gallalaus frammistaða hjá Carberry.Hvað gekk illa?Fyrst og síðast var það varnarleikur Njarðvíkur. Hann var hræðilegur lengst af í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig 104 stig, þar af 61 í einum hálfleik. Logi Gunnnarsson spilaði allar 40 mínúturnar í kvöld og ljóst að ábyrgðin sem hann hefur er gríðarlega mikil og hefur aukist eftir að Stefan Bonneau fór frá liðinu. Jeremy Atkinson þarf að leggja meira til en hann lenti í villuvandræðum í kvöld og var með allt á hornum sér á tímabili. Varnarleikur Þórs var ekkert til að hrópa húrra fyrir en þó skárri en hjá gestunum. Gegn betra liði gætu Þórsarar lent í vandræðum sýni þeir svipaða varnartakta. Njarðvík-Þór Þ. 88-104 (21-32, 27-29, 19-21, 21-22)Njarðvík: Logi Gunnarsson 25/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 21/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Björn Kristjánsson 11/7 fráköst, Páll Kristinsson 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/24 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13, Maciej Stanislav Baginski 10, Davíð Arnar Ágústsson 8, Ragnar Örn Bragason 7, Grétar Ingi Erlendsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 3, Baldur Þór Ragnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0. Daníel: Auðvitað óttast ég um mína stöðuDaníel Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem maður getur ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum. Einar Árni: Virkilega ánægður með strákanaEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn fagnaði sigri í Njarðvík í kvöldEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var að mæta á sinn gamla heimavöll í Njarðvík í kvöld. Hann fagnaði sigri og var vitaskuld ánægður með sína menn í leikslok. „Það var ljúft að vinna. Það var erfitt að fara í gegnum 5 tapleiki í röð og það er alveg óhætt að segja að þetta hafi lagst pínulítið á sálina á okkur. Mér fannst við ekki líkir sjálfum okkur í einhverjum þessara leikja en við sýndum frábær viðbrögð í dag og ég er virkilega ánægður með strákana,“ sagði Einar Árni við Vísi að leik loknum í kvöld. „Mér fannst við sýna það hjá hverjum einasta manni í kvöld að við værum tilbúnir frá upphafi. Við vorum óhræddir í okkar aðgerðum og sterkir að sækja á körfuna. Við skutum með sjálfstrausti og það var hraði í okkar leik. Ég hefði viljað verjast betur en það er ákveðinn fórnarkostnaður sem fylgir hröðum leik,“ bætti Einar Árni við. Þórsarar hittu vel í byrjun og Einar Árni var sammála því að það hefði gefið þeim sjálfstraust sem þeir þurftu að á halda. „Alveg klárlega. Það er á allra vitorði að við höfum ekki hitt neitt í vetur. Okkur þykir greinilega gott að spila í Reykjanesbæ því þegar við lékum við Keflavík í bikarnum ekki fyrir löngu síðan og þá vorum við líka með sjálfstraust í skotunum. Þetta er hugarsfarslegt og það er erfitt að fara í gegnum svona marga tapleiki. En hvernig við snerum við blaðinu og mættum fullir sjálfstrausts er aðdáunarvert.“ Einar Árni var þjálfari Njarðvíkur í nokkur ár en sagði það alls ekki keppikefli fyrir sig að gera þeim einhvern grikk. „Mér þykir alltaf afskaplega vænt um Njarðvík. Það er engin þörf hjá mér að stinga í þá en auðvitað vill keppnismaðurinn í mér vinna gömlu félagana. Við fáum tvö stig hér eins og annars staðar en þessi voru mjög mikilvæg. Nú förum við með bros á vör inn í jólin. Það er mikið fjör framundan, deildin er járn í járn og það má ekki gleyma sér í gleðinni,“ sagði Einar Árni að lokum. Logi: Finnum fyrir því þegar besti leikmaðurinn er farinnLogi í leik með Njarðvík fyrr í vetur.Logi Gunnarsson var góður í liði Njarðvíkur í kvöld sem tapaði þó fyrir Þórsurum. Hann var svekktur eftir leik og viðurkenndi að liðið hefði misst mikið þegar Stefan Bonneau fór frá liðinu. „Þetta var bara ekki nógu gott. Varnarleikurinn er í molum og það er langt síðan við fengum á okkur 100 stig á heimavelli. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í yfir hátíðirnar. Lið lenda í þessu. Það er ekki alltaf hægt að ætlast til að það gangi vel og nú reynir á menn hversu sterkir þeir eru í kollinum,“ sagði Logi þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. „Mér finnst síðustu þrír leikir hafa verið öðruvísi hjá okkur. Við unnum tvo góða sigra gegn Haukum og KR þar sem við spilum á 8 mönnum. Svo missum við okkar besta leikmann að mínu mati. Við finnum auðvitað fyrir því þegar svona leikmaður af þessum klassa, klárlega besti sóknarmaður sem ég hef spilað með, er farinn,“ bætti Logi við og er þar með að tala um Stefan Bonneau sem yfirgaf Njarðvík fyrir skömmu. „Þó að hann sé enginn varnarstoppari þá var flæðið öðruvísi hjá okkur þegar hann var. Þetta eru engar afsakanir en ef maður á að reyna að finna eitthvað gæti það hafa riðlað okkur. Það þýðir ekkert að kvarta yfir því, við þurfum að taka á því. Samt sem áður getum við auðvitað spilað vörn og þurfum að vera á fullu allan tímann. Við vorum það ekki í kvöld.“ Njarðvíkingar verða sem áður segir í fallsæti yfir hátíðirnar en Logi sagði deildina jafna og hafði ekki of miklar áhyggjur. „Þetta er jöfn deild og hefðum við unnið í kvöld hefðum við farið í 5. eða 6.sæti. Þetta er ákveðin prófraun á okkur og hversu harðir við erum að vinna í okkar veikleikum. Það er varnarleikurinn sem við þurfum að vinna í allt fríið okkar og við erum staðráðnir í að vera betra lið eftir það frí,“ sagði Logi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu þægilegan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld þar sem Tobin Carberry fór á köstum. Þór batt þar með enda á fimm leikja taphrinu í Dominos-deildinni. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur og mikið skorað. Gestirnir úr Þorlákshöfn voru að setja niður góð skot og Emil Karel Einarsson var sjóðandi heitur framan af. Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum á floti og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Staðan í hálfleik var 61-48 Þórsurum í vil og varnarleikur Njarðvíkinga augljóslega í molum. Í síðari hálfleik héldu Þórsarar heimamönnum í þægilegri fjarlægð. Njarðvík náði muninum aldrei niður fyrir 10 stig og gerði aldrei alvöru áhlaup á gestina. Tobin Carberry var frábær í liði gestanna og keyrði þá áfram þegar þeir voru í vandræðum í sókninni. Lokatölur urðu 104-88 Þór í vil sem þar með eru komnir með 10 stig í Dominos-deildinni. Njarðvíkingar sitja hins vegar í fallsæti framyfir áramót. Tobin Carberry var stigahæstur hjá Þór með 38 stig auk þess að taka 24 fráköst en hjá Njarðvík skoraði Logi Gunnarsson 25 stig og Jeremy Atkinson var með 21 stig.Af hverju vann Þór?Þórsarar mættu einfaldlega tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu. Þeir hittu afar vel í byrjun sem gaf þeim sjálfstraust og þeir sýndu frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik. Þórsarar skoruðu 61 stig í fyrri hálfleiknum og það segir ýmislegt um varnarleik heimamanna. Til gamans má geta að Njarðvíkingar fengu á sig 61 stig i öllum sigurleiknum gegn KR í Vesturbænum á dögunum. Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum inni í leiknum og var frábær í fyrri hálfleiknum. Stemmningin var öll Þórsmegin í kvöld og var ekki að sjá að þeir væru búnir að tapa 5 leikjum í röð fyrir leikinn. Bekkurinn fagnaði gríðarlega í hvert skipti sem boltinn fór í körfuna á meðan andleysið réði ríkjum hjá Njarðvík.Bestu menn vallarins:Tobin Carberry var magnaður hjá Þórsurum í kvöld. Hann skilaði hvorki fleiri né færri en 61 framlagspunktum, skoraði 38 stig og tók 24 fráköst. Stórkostleg frammistaða. Emil Karel Einarsson var sömuleiðis góður og skilaði mikilvægu framlagi auk þess sem Ólafur Helgi Jónsson átti fínan leik. Logi Gunnarsson var góður í liði Njarðvík og Jeremy Atkinson kom til í síðari hálfleiknum eftir rólega byrjun. Logi hélt Njarðvíkingum á floti lengi vel og öskraði sína menn áfram þó undirtektirnar væru stundum litlar.Áhugaverð tölfræði:Það að Tobin Carberry skili 61 framlagspunktum er ótrúlegt. Hann var aðeins tveimur stoðsendingum frá rosalegri þrennu (38 stig, 24 fráköst og 8 stoðsendingar) og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Hann var með 74% skotnýtingu sem er afar góð nýting. Einfaldlega gallalaus frammistaða hjá Carberry.Hvað gekk illa?Fyrst og síðast var það varnarleikur Njarðvíkur. Hann var hræðilegur lengst af í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig 104 stig, þar af 61 í einum hálfleik. Logi Gunnnarsson spilaði allar 40 mínúturnar í kvöld og ljóst að ábyrgðin sem hann hefur er gríðarlega mikil og hefur aukist eftir að Stefan Bonneau fór frá liðinu. Jeremy Atkinson þarf að leggja meira til en hann lenti í villuvandræðum í kvöld og var með allt á hornum sér á tímabili. Varnarleikur Þórs var ekkert til að hrópa húrra fyrir en þó skárri en hjá gestunum. Gegn betra liði gætu Þórsarar lent í vandræðum sýni þeir svipaða varnartakta. Njarðvík-Þór Þ. 88-104 (21-32, 27-29, 19-21, 21-22)Njarðvík: Logi Gunnarsson 25/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 21/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Björn Kristjánsson 11/7 fráköst, Páll Kristinsson 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/24 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13, Maciej Stanislav Baginski 10, Davíð Arnar Ágústsson 8, Ragnar Örn Bragason 7, Grétar Ingi Erlendsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 3, Baldur Þór Ragnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0. Daníel: Auðvitað óttast ég um mína stöðuDaníel Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem maður getur ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum. Einar Árni: Virkilega ánægður með strákanaEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn fagnaði sigri í Njarðvík í kvöldEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var að mæta á sinn gamla heimavöll í Njarðvík í kvöld. Hann fagnaði sigri og var vitaskuld ánægður með sína menn í leikslok. „Það var ljúft að vinna. Það var erfitt að fara í gegnum 5 tapleiki í röð og það er alveg óhætt að segja að þetta hafi lagst pínulítið á sálina á okkur. Mér fannst við ekki líkir sjálfum okkur í einhverjum þessara leikja en við sýndum frábær viðbrögð í dag og ég er virkilega ánægður með strákana,“ sagði Einar Árni við Vísi að leik loknum í kvöld. „Mér fannst við sýna það hjá hverjum einasta manni í kvöld að við værum tilbúnir frá upphafi. Við vorum óhræddir í okkar aðgerðum og sterkir að sækja á körfuna. Við skutum með sjálfstrausti og það var hraði í okkar leik. Ég hefði viljað verjast betur en það er ákveðinn fórnarkostnaður sem fylgir hröðum leik,“ bætti Einar Árni við. Þórsarar hittu vel í byrjun og Einar Árni var sammála því að það hefði gefið þeim sjálfstraust sem þeir þurftu að á halda. „Alveg klárlega. Það er á allra vitorði að við höfum ekki hitt neitt í vetur. Okkur þykir greinilega gott að spila í Reykjanesbæ því þegar við lékum við Keflavík í bikarnum ekki fyrir löngu síðan og þá vorum við líka með sjálfstraust í skotunum. Þetta er hugarsfarslegt og það er erfitt að fara í gegnum svona marga tapleiki. En hvernig við snerum við blaðinu og mættum fullir sjálfstrausts er aðdáunarvert.“ Einar Árni var þjálfari Njarðvíkur í nokkur ár en sagði það alls ekki keppikefli fyrir sig að gera þeim einhvern grikk. „Mér þykir alltaf afskaplega vænt um Njarðvík. Það er engin þörf hjá mér að stinga í þá en auðvitað vill keppnismaðurinn í mér vinna gömlu félagana. Við fáum tvö stig hér eins og annars staðar en þessi voru mjög mikilvæg. Nú förum við með bros á vör inn í jólin. Það er mikið fjör framundan, deildin er járn í járn og það má ekki gleyma sér í gleðinni,“ sagði Einar Árni að lokum. Logi: Finnum fyrir því þegar besti leikmaðurinn er farinnLogi í leik með Njarðvík fyrr í vetur.Logi Gunnarsson var góður í liði Njarðvíkur í kvöld sem tapaði þó fyrir Þórsurum. Hann var svekktur eftir leik og viðurkenndi að liðið hefði misst mikið þegar Stefan Bonneau fór frá liðinu. „Þetta var bara ekki nógu gott. Varnarleikurinn er í molum og það er langt síðan við fengum á okkur 100 stig á heimavelli. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í yfir hátíðirnar. Lið lenda í þessu. Það er ekki alltaf hægt að ætlast til að það gangi vel og nú reynir á menn hversu sterkir þeir eru í kollinum,“ sagði Logi þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. „Mér finnst síðustu þrír leikir hafa verið öðruvísi hjá okkur. Við unnum tvo góða sigra gegn Haukum og KR þar sem við spilum á 8 mönnum. Svo missum við okkar besta leikmann að mínu mati. Við finnum auðvitað fyrir því þegar svona leikmaður af þessum klassa, klárlega besti sóknarmaður sem ég hef spilað með, er farinn,“ bætti Logi við og er þar með að tala um Stefan Bonneau sem yfirgaf Njarðvík fyrir skömmu. „Þó að hann sé enginn varnarstoppari þá var flæðið öðruvísi hjá okkur þegar hann var. Þetta eru engar afsakanir en ef maður á að reyna að finna eitthvað gæti það hafa riðlað okkur. Það þýðir ekkert að kvarta yfir því, við þurfum að taka á því. Samt sem áður getum við auðvitað spilað vörn og þurfum að vera á fullu allan tímann. Við vorum það ekki í kvöld.“ Njarðvíkingar verða sem áður segir í fallsæti yfir hátíðirnar en Logi sagði deildina jafna og hafði ekki of miklar áhyggjur. „Þetta er jöfn deild og hefðum við unnið í kvöld hefðum við farið í 5. eða 6.sæti. Þetta er ákveðin prófraun á okkur og hversu harðir við erum að vinna í okkar veikleikum. Það er varnarleikurinn sem við þurfum að vinna í allt fríið okkar og við erum staðráðnir í að vera betra lið eftir það frí,“ sagði Logi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira