Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 12:11 Borgarastríðið í Sýrlandi hefur staðið frá 2011. Vísir/AFP Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International. Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International.
Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00
Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55