Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 11:43 Altjón varð þegar Grillskáli N1 á Þórshöfn á Langanesi brann á þriðjudag. Um er að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu. vísir/kristinn lárusson Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir. Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00