Kalt stríð á öllum vígstöðvum Friðrika Benediktsdóttir skrifar 15. desember 2016 09:45 Bækur Blómið – Saga um glæp Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson Mál og menning 2016 294 bls. Sölvi Björn Sigurðsson er einn af þessum höfundum sem maður hlakkar alltaf til að lesa nýja bók eftir. Bæði er hann fantagóður stílisti, hugmyndaauðgin er gríðarleg og oftast tekst honum að lauma ansi beittum húmor inn í bækur sínar, hversu háfleygt og grafalvarlegt sem efnið annars er. Það var því með mikilli eftirvæntingu sem ég hóf lestur á nýrri skáldsögu hans Blóminu, sem ber undirtitilinn Saga um glæp og lýst hefur verið sem vísindaskáldsögu um fjölskylduharmleik. Söguþráður bókarinnar er í stuttu máli sá að á 45 ára afmælisdegi sínum stendur útrásarvíkingurinn Benedikt Valkoff frammi fyrir því að þurfa að horfast í augu við það sem gerðist 33 árum fyrr þegar litla systir hans hvarf eins og jörðin hefði gleypt hana. Til þess að vera fær um það verður hann án undanbragða að skoða eigin gerðir þennan örlagaríka dag, en um leið gerðir föður síns sem reynist vera prótótýpa af hinum klikkaða vísindamanni og engan veginn allur þar sem hann er séður. Inn í allt saman blandast svo uppgjör Benedikts við móður sína, eiginkonu og gamlan vin, sem einnig kom við sögu þennan margumrædda dag. Það er því feitt á stykkinu og sagan fer af stað með miklum glæsibrag og óvæntum vendingum sem halda augum lesandans límdum við blaðsíðurnar; hvað dettur höfundinum í hug næst? Bókin skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti er fyrrnefnd vísindaskáldsaga þar sem þræðir eru raktir til Sovétríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar og atburðarásin er hin æsilegasta, í öðrum hlutanum víkur sögunni að eiginkonu Benedikts og vangaveltum hennar um stöðu sína í lífinu og hjónabandinu, og í þeim þriðja eru kurl leidd til grafar og glæpurinn upplýstur. Fyrir mína parta er fyrsti hlutinn best heppnaður – og það þótt ég sé yfirlýstur hatari vísindaskáldsagna. Þar nýtur hugmyndaauðgi Sölva Björns sín best og spennan magnast blaðsíðu frá blaðsíðu. Það er því hálfgert antiklimax að stökkva inn í huga rúmlega fertugrar eiginkonu sem ekki veit lengur hvar hjónabandið er statt og dreymir um gamla sénsa. Ágætis lýsing á hugarheimi millistéttarmiðöldrunar svo sem, en fátt nýtt er hér lagt til málanna og lesandinn bíður óþreyjufullur eftir að vísindaskáldsagan hefjist á ný. Af því verður þó ekki því í þriðja hlutanum er engin tilraun gerð til að hnýta þá enda sem leystir voru í fyrsta hlutanum og manni finnst maður hálfpartinn hafa verið svikinn um sögulokin. Glæpurinn upplýsist vissulega, en allt annað er skilið eftir í lausu lofti og maður situr eftir, eins og krakki sem opnað hefur jólapakka með engu innihaldi, sár og svekktur: Hvar er gjöfin mín? Ekki svo að skilja að ekkert kjöt sé á beinum í Blóminu, langt frá því. Hér er velt upp alls kyns hugleiðingum og tengingum, kalda stríðið matreitt á nýstárlegan hátt, vísindahyggjan tekin í nefið, sambönd hjóna og fjölskyldumeðlima sett undir smásjána og svo framvegis, og svo framvegis. En einhvern veginn gengur heildarmyndin ekki upp og margir boltanna sem hent er upp í loftið koma ekki aftur til jarðar. Kannski er þetta fyrsta bindið í þríleik, við verðum eiginlega að vona það, því svo sterkum tökum nær klikkaði vísindamaðurinn og viðföng hans á lesandanum að það gengur glæpi næst að fá engin svör um afdrif þeirra. Maður hálfpartinn hrópar eins og æstur leikhúsgestur: meira, meira!Niðurstaða: Margbrotin skáldsaga þar sem kafað er í hin óskyldustu efni en líður fyrir skort á endahnútum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. desember 2016. Bókmenntir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Blómið – Saga um glæp Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson Mál og menning 2016 294 bls. Sölvi Björn Sigurðsson er einn af þessum höfundum sem maður hlakkar alltaf til að lesa nýja bók eftir. Bæði er hann fantagóður stílisti, hugmyndaauðgin er gríðarleg og oftast tekst honum að lauma ansi beittum húmor inn í bækur sínar, hversu háfleygt og grafalvarlegt sem efnið annars er. Það var því með mikilli eftirvæntingu sem ég hóf lestur á nýrri skáldsögu hans Blóminu, sem ber undirtitilinn Saga um glæp og lýst hefur verið sem vísindaskáldsögu um fjölskylduharmleik. Söguþráður bókarinnar er í stuttu máli sá að á 45 ára afmælisdegi sínum stendur útrásarvíkingurinn Benedikt Valkoff frammi fyrir því að þurfa að horfast í augu við það sem gerðist 33 árum fyrr þegar litla systir hans hvarf eins og jörðin hefði gleypt hana. Til þess að vera fær um það verður hann án undanbragða að skoða eigin gerðir þennan örlagaríka dag, en um leið gerðir föður síns sem reynist vera prótótýpa af hinum klikkaða vísindamanni og engan veginn allur þar sem hann er séður. Inn í allt saman blandast svo uppgjör Benedikts við móður sína, eiginkonu og gamlan vin, sem einnig kom við sögu þennan margumrædda dag. Það er því feitt á stykkinu og sagan fer af stað með miklum glæsibrag og óvæntum vendingum sem halda augum lesandans límdum við blaðsíðurnar; hvað dettur höfundinum í hug næst? Bókin skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti er fyrrnefnd vísindaskáldsaga þar sem þræðir eru raktir til Sovétríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar og atburðarásin er hin æsilegasta, í öðrum hlutanum víkur sögunni að eiginkonu Benedikts og vangaveltum hennar um stöðu sína í lífinu og hjónabandinu, og í þeim þriðja eru kurl leidd til grafar og glæpurinn upplýstur. Fyrir mína parta er fyrsti hlutinn best heppnaður – og það þótt ég sé yfirlýstur hatari vísindaskáldsagna. Þar nýtur hugmyndaauðgi Sölva Björns sín best og spennan magnast blaðsíðu frá blaðsíðu. Það er því hálfgert antiklimax að stökkva inn í huga rúmlega fertugrar eiginkonu sem ekki veit lengur hvar hjónabandið er statt og dreymir um gamla sénsa. Ágætis lýsing á hugarheimi millistéttarmiðöldrunar svo sem, en fátt nýtt er hér lagt til málanna og lesandinn bíður óþreyjufullur eftir að vísindaskáldsagan hefjist á ný. Af því verður þó ekki því í þriðja hlutanum er engin tilraun gerð til að hnýta þá enda sem leystir voru í fyrsta hlutanum og manni finnst maður hálfpartinn hafa verið svikinn um sögulokin. Glæpurinn upplýsist vissulega, en allt annað er skilið eftir í lausu lofti og maður situr eftir, eins og krakki sem opnað hefur jólapakka með engu innihaldi, sár og svekktur: Hvar er gjöfin mín? Ekki svo að skilja að ekkert kjöt sé á beinum í Blóminu, langt frá því. Hér er velt upp alls kyns hugleiðingum og tengingum, kalda stríðið matreitt á nýstárlegan hátt, vísindahyggjan tekin í nefið, sambönd hjóna og fjölskyldumeðlima sett undir smásjána og svo framvegis, og svo framvegis. En einhvern veginn gengur heildarmyndin ekki upp og margir boltanna sem hent er upp í loftið koma ekki aftur til jarðar. Kannski er þetta fyrsta bindið í þríleik, við verðum eiginlega að vona það, því svo sterkum tökum nær klikkaði vísindamaðurinn og viðföng hans á lesandanum að það gengur glæpi næst að fá engin svör um afdrif þeirra. Maður hálfpartinn hrópar eins og æstur leikhúsgestur: meira, meira!Niðurstaða: Margbrotin skáldsaga þar sem kafað er í hin óskyldustu efni en líður fyrir skort á endahnútum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. desember 2016.
Bókmenntir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira