Madonna táraðist er hún talaði um nauðgun og kynjamisrétti Ritstjórn skrifar 15. desember 2016 09:15 Glamour/Getty Poppdrottningin Madonna tók á móti heiðurverðlaunum Billboard verðlaunanna er hún var valin kona ársins í vikunni. Söngkonan sem er alls ekki á leiðinni að leggja hljóðnemann á hilluna, hélt þrusu þakkarræðu þar sem hún koma inn á kynjamisrétti í tónlistarheiminum, nauðgun og hvernig það er að vera kona og kyntákn. Það var Anderson Cooper sem afhenti Madonnu verðlaunin sem var hrærð yfir verðlaununum og táraðist sjálft er hún hélt 10 mínútna hjartnæma ræðu sem hófst á þessum orðin. „Takk fyrir að viðurkenna hæfileika mína sem hafa gert mér kleift að viðhalda tónlistarferli mínum síðastliðin 34 ár, þrátt fyrir blygðunarlaust kynjamisrétti, stöðugt einelti og misnotkun. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var ekkert internet svo fólk varð að segja hlutina við mig í eigin persónu, og í örfá skipti svaraði ég fyrir mig því lífið var einfaldara þá." Meðal þess sem hún fór líka yfir var þegar henni var nauðgað í upphafi feril síns og hvernig hún hefur alltaf mátt sæta mikilli gagnrýni fyrir það eitt að fara ekki leynt með kynvitund sína á sviði. Áhorfendur risu á fætur í lokinn og flestir með tárvot augu - við mælum með að horfa á þessa ræðu hér neðar í fréttinni frá hinni einu sönnu poppdrottningu! Glamour Tíska Mest lesið Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour
Poppdrottningin Madonna tók á móti heiðurverðlaunum Billboard verðlaunanna er hún var valin kona ársins í vikunni. Söngkonan sem er alls ekki á leiðinni að leggja hljóðnemann á hilluna, hélt þrusu þakkarræðu þar sem hún koma inn á kynjamisrétti í tónlistarheiminum, nauðgun og hvernig það er að vera kona og kyntákn. Það var Anderson Cooper sem afhenti Madonnu verðlaunin sem var hrærð yfir verðlaununum og táraðist sjálft er hún hélt 10 mínútna hjartnæma ræðu sem hófst á þessum orðin. „Takk fyrir að viðurkenna hæfileika mína sem hafa gert mér kleift að viðhalda tónlistarferli mínum síðastliðin 34 ár, þrátt fyrir blygðunarlaust kynjamisrétti, stöðugt einelti og misnotkun. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var ekkert internet svo fólk varð að segja hlutina við mig í eigin persónu, og í örfá skipti svaraði ég fyrir mig því lífið var einfaldara þá." Meðal þess sem hún fór líka yfir var þegar henni var nauðgað í upphafi feril síns og hvernig hún hefur alltaf mátt sæta mikilli gagnrýni fyrir það eitt að fara ekki leynt með kynvitund sína á sviði. Áhorfendur risu á fætur í lokinn og flestir með tárvot augu - við mælum með að horfa á þessa ræðu hér neðar í fréttinni frá hinni einu sönnu poppdrottningu!
Glamour Tíska Mest lesið Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour