Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 20:12 Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15