Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 20:12 Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15