Dagur íslenskrar tónlistar? Sigurgeir Sigmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun