Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Ritstjórn skrifar 14. desember 2016 15:00 Erna Bergmann, Sigrún Edda, Helga Dögg og Saga Sig. Tímaritið Blæti kemur út í dag en um að ræða 400 blaðsíðna harðspjalda bók sem þær Saga Sigurðardóttir, Erna Bergmann, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður standa á bakvið. „Við Saga stofnuðum Blæti því okkur fannst vanta vettvang fyrir ljósmyndara og stílista til þess að fá að skapa og vinna með hjartanu. Blæti er ljóðrænt tískutímarit þar sem við brjótum upp staðalímyndir og færum raunverulegan og fallegan boðskap, til dæmis með því að nota óhefðbundin módel í myndatökur og auglýsingar,“ segir Erna en upphaflega átti verkefni að vera lítið "zine" tímaritið en það vatt heldur betur upp á sig og afraksturinn er, eins og fyrr segir 400 blaðsíðna bók. „ List sprettur af list og gátum við hreinlega ekki hætt að vinna að blaðinu og fullkomna gripinn. Þetta ferli er búið að vera einstaklega gefandi og skemmtilegt og kveikja neista innra með okkur. Í dag gefum við út 400 bls. harðspjalda bók þar sem að við erum búnar að huga að hverju smáatriði og gera hlutina nákvæmlega eftir okkar uppskrift sem er virkilega frelsandi og góð tilfinning.“Erna segir Blæti fanga tíðarandann, þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. „Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. Blæti fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.“ Spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með en fyrirhuguð útgáfa er árleg og er til sölu í vel völdum verslunum á 7.900 krónur og hér. Fyrir áhugasama á útgáfufönguður á Pabló Diskóbar kl 19 í kvöld - en lesa má meira um það hér. Mest lesið Selena Gomez snýr aftur á Instagram Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Hversu mikilvægt er lækið? Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour
Tímaritið Blæti kemur út í dag en um að ræða 400 blaðsíðna harðspjalda bók sem þær Saga Sigurðardóttir, Erna Bergmann, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður standa á bakvið. „Við Saga stofnuðum Blæti því okkur fannst vanta vettvang fyrir ljósmyndara og stílista til þess að fá að skapa og vinna með hjartanu. Blæti er ljóðrænt tískutímarit þar sem við brjótum upp staðalímyndir og færum raunverulegan og fallegan boðskap, til dæmis með því að nota óhefðbundin módel í myndatökur og auglýsingar,“ segir Erna en upphaflega átti verkefni að vera lítið "zine" tímaritið en það vatt heldur betur upp á sig og afraksturinn er, eins og fyrr segir 400 blaðsíðna bók. „ List sprettur af list og gátum við hreinlega ekki hætt að vinna að blaðinu og fullkomna gripinn. Þetta ferli er búið að vera einstaklega gefandi og skemmtilegt og kveikja neista innra með okkur. Í dag gefum við út 400 bls. harðspjalda bók þar sem að við erum búnar að huga að hverju smáatriði og gera hlutina nákvæmlega eftir okkar uppskrift sem er virkilega frelsandi og góð tilfinning.“Erna segir Blæti fanga tíðarandann, þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. „Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. Blæti fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.“ Spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með en fyrirhuguð útgáfa er árleg og er til sölu í vel völdum verslunum á 7.900 krónur og hér. Fyrir áhugasama á útgáfufönguður á Pabló Diskóbar kl 19 í kvöld - en lesa má meira um það hér.
Mest lesið Selena Gomez snýr aftur á Instagram Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Hversu mikilvægt er lækið? Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour