Gylfi er ekki bara svalur á vítapunktinum og upp við mark andstæðinganna heldur hefur hann sýnt að hann getur þolað mikinn kulda.
Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, gaf grænt ljós á einhvers konar kuldaklefa frá fyrirtækinu CryoFit á æfingasvæði velska liðsins.
Þetta fyrirbæri á hjálpa leikmönnum með endurheimt eftir leiki. Englandsmeistarar Leicester City notuðust m.a. við þetta á síðasta tímabili.
Leikmenn standa inni í klefanum í kringum þrjár mínútur í ískulda. Eins og sjá má á myndinni átti Gylfi ekki í miklum vandræðum með að þola kuldann og brosti sínu blíðasta.
Landsliðsmaðurinn verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Swansea sækir West Brom heim í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
@SwansOfficial Gylfi Sigurdsson during his double Cryo, great bloke and top pro! #recovery #swansea #football #PremierLeague #cryotherapy pic.twitter.com/hLAJ3Y4KJF
— CryoFit® (@CryoFitUK) December 12, 2016