Enski boltinn

Hundraðasta fyrirgjöf Gylfa ætti að koma í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Llorente þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir fyrirgjöf.
Fernando Llorente þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir fyrirgjöf. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið duglegur að senda boltann fyrir markið á þessu tímabili eins og tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar sýnir svart á hvítu.

Gylfi er í fimmta sæti yfir flestar fyrirgjafir í fyrstu fimmtán umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Gylfi ætti að ná hundruðustu fyrirgjöf sinni í leiknum á móti West Bromwich Albion í kvöld.

Swansea hefur unnið tvo síðustu heimaleiki sína en hefur ekki unnið á útivelli síðan 13. ágúst.

Það er ljóst að liðið þarf á góðum leik Gylfa að halda í kvöld ætli liðið að taka stig með sér heim til Wales.

Gylfi hefur hingað til átt 98 fyrirgjafir í 15 leikjum eða 6,5 eða meðaltali í leik.

Hann er rétt á eftir þeim James Milner hjá Liverpool og Andros Townsend hjá Crystal Palace sem eru í næstu tveimur sætum fyrir ofan hann.

Í efstu tveimur sætunum eru þeir Kevin De Bruyne hjá Manchester City og Dimitri Payet hjá West Ham.

Hér fyrir neðan má sjá topplistann eins og hann lítur út í dag.

Flestar fyrirgjafir í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

1. Kevin De Bruyne, Manchester City 115

2. Dimitri Payet, West Ham United 106

3. James Milner, Liverpool 102

4. Andros Townsend, Crystal Palace 99

5. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 98

6. Jason Puncheon, Crystal Palace 86

7. Yannick Bolasie, Everton 84

8. Robert Snodgrass, Hull City 80

9. Matt Phillips, West Bromwich Albion 78

10. Dusan Tadic, Southampton 77




Fleiri fréttir

Sjá meira


×