Micheal Keane í viðtali við Messuna: „Þar fannst mér að ferillinn væri á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 14:00 Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15
Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti