Enski boltinn

Leicester er samt ekki lélegra en Chelsea-liðið í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City.
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City. Vísir/Getty
Englandsmeistarar Leicester City töpuðu sínum áttunda deildarleik á tímabilinu í gærkvöldi þegar liðið lá á útivelli á móti Bournemouth.

Leicester-liðið hefur þar með aðeins unnið fjóra af fyrstu sextán leikjum sínum í titilvörninni en það ótrúlega við þennan slappa árangur er að titilvörnin hjá Chelsea í fyrra gekk enn verr.

Aðeins tvö meistaralið hafa ekki náð að minnsta kostið 17 stigum út úr fyrstu sextán leikjum sínum á undanförnum fimmtíu árum og það eru einmitt Englandsmeistarar tveggja síðustu ára.

Chelsea-liðið fékk nefnilega aðeins fimmtán stig út úr sextán fyrstu leikjum sínum í fyrra eða einu stigi minna en lið Leicester í ár.

Chelsea tapaði einmitt 2-1 á móti Leicester City í sextánda leiknum sínum á síðasta tímabili.

José Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir þetta níunda tap liðsins í sextán leikjum og við tók Guus Hiddink sem stýrði liðinu fram á vor.  Nú er bara spurning hvort Claudio Ranieri lifi af vikuna en það verður nú samt að teljast líklegt.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á fyrstu sex leikjum titilvarnar Englandsmeistara síðustu tveggja ára. Það er ljóst á þessu að það er ekkert grín að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.



Fyrstu 16 leikir Leicester á þessu tímabili

2-1 tap - Hull (útivelli)

0-0 jafntefli - Arsenal (heima)

2-1 sigur - Swansea (heima)

4-1 tap - Liverpool (úti)

3-0 sigur - Burnley (heima)

4-1 tap - Manchester United (úti)

0-0 jafntefli - Southampton (heima)

3-0 tap - Chelsea (úti)

3-1 sigur - Crystal Palace (heima)

1-1 jafntefli - Tottenham (úti)

2-1 tap - West Bromwich Albion (heima)

2-1 tap - Watford (úti)

2-2 jafntefli - FC Middlesbrough (heima)

2-1 tap - Sunderland (úti)

4-2 sigur -  Manchester City (heima)

1-0 tap - Bournemouth (úti)

Samanlagt:

4 sigrar, 4 jafntefli, 8 töp

Markatala: -6 (21-27)

14. sæti (Gæti dottið neðar eftir kvöldið)



Fyrstu 16 leikir Chelsea 2015-16:

2-2 jafntefli - Swansea (heima)

3-0 tap - Manchester City (úti)

3-2 sigur - West Bromwich Albion (úti)

2-1 tap - Crystal Palace (heima)

3-1 tap - Everton (úti)

2-0 sigur - Arsenal (heima)

2-2 jafntefli - Newcastle (úti)

3-1 tap - Southampton (úti)

2-0 sigur - Astob Villa (heima)

2-1 tap - West Ham (úti)

3-1 tap - Liverpool (heima)

1-0 tap - Stoke (úti)

1-0 sigur - Norwich (heima)

0-0 jafntefli - Tottenham (úti)

1-0 tap - Bournemouth (heima)

2-1 tap - Leicester City (úti)

Samanlagt:

4 sigrar, 3 jafntefli, 9 töp

Markatala: -8 (18-26)

16. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×