Rex Tillerson, framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon, verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump.
Sérstaka athygli vekur að Tillerson hefur áratugum saman haft góð tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Þingmenn úr röðum beggja flokka á Bandaríkjaþingi, Repúblikanar og Demókratar, hafa viðrað áhyggjur af þessu. Búast má við þungum róðri er kemur að því að þingið veiti samþykki sitt.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olíuforstjóri verður ráðherra utanríkismála
Guðsteinn Bjarnason skrifar
