Erlent

Olíuforstjóri verður ráðherra utanríkismála

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Rex W. Tillerson, yfirmaður olíurisans Exxon, verður utanríkisráðherra Trumps, fái hann samþykki þingsins.
Rex W. Tillerson, yfirmaður olíurisans Exxon, verður utanríkisráðherra Trumps, fái hann samþykki þingsins. Vísir/AFP
Rex Tillerson, framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon, verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump.

Sérstaka athygli vekur að Tillerson hefur áratugum saman haft góð tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Þingmenn úr röðum beggja flokka á Bandaríkjaþingi, Repúblikanar og Demókratar, hafa viðrað áhyggjur af þessu. Búast má við þungum róðri er kemur að því að þingið veiti samþykki sitt.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×