Innlent

Keyrði inn í hóp af ungnautum á Snæfellsnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn af þeim bílum sem lentu í umferðaróhöppum í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku.
Einn af þeim bílum sem lentu í umferðaróhöppum í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. mynd/lögreglan á vesturlandi
Fólksbíl var síðdegis síðastliðinn laugardag ekið inn í hóp af ungnautum sem voru á Snæfellsvegi við bæinn Þverá. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi en bíllinn lenti ekki beint á gripunum heldur utan í þeim.

 

Bíllinn var ökufær eftir óhappið en ungnautin hlupu skelkuð út í myrkrið. Þau virtust hafa sloppið með skrekkinn en bóndinn sem á þau ætlaði að huga betur að þeim í birtingu.

Í færslu lögreglunnar, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, segir að mikilvægt sé að „bændur og búalið hugi vel að gripum sínum og girðingum, ekki síst núna í skammdeginu og komi í veg fyrir lausagöngu á vegsvæðum. Stórgripir geta valdið miklum skaða verði þeir fyrir bílum eins og dæmin sanna í gegnum tíðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×