Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 15:45 Stjórnarliðar ganga um götur hverfis sem var nýverið tekið af uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016 Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016
Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40