Erlent

Þúsundir barna þjást í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Móðir heldur á líki barns síns, sem grafið var úr rústum húss í Aleppo.
Móðir heldur á líki barns síns, sem grafið var úr rústum húss í Aleppo. Vísir/AFP
Um hundrað börn sitja nú föst í byggingu í Aleppo í Sýrlandi, en byggingin er undir stórfelldum árásum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að öruggur og tafarlaus brottflutningur barna af svæðinu verði tryggður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að þúsundir barna þjáist ú í borginni á meðan heimurinn fylgist með.

„Það er kominn tími til að heimsbyggðin standi með börnum í Aleppo til varnar og endi martröð þeirra,“ sagði Geert Cappelaere, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum. UNICEF hefur ítrekað farið fram á að árásum á borgara og borgaraleg skotmörk eins og skóla og sjúkrahús verði hætt.

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sýrland er nú í fullum gangi og eru framlög sögð hafa streymt inn nú í morgun. Fjölmargar fregnir hafa borist af fjöldamorðum og umfangsmiklum loftárásum í Aleppo í gær og í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×