Um hundrað börn sitja nú föst í byggingu í Aleppo í Sýrlandi, en byggingin er undir stórfelldum árásum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að öruggur og tafarlaus brottflutningur barna af svæðinu verði tryggður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að þúsundir barna þjáist ú í borginni á meðan heimurinn fylgist með.
„Það er kominn tími til að heimsbyggðin standi með börnum í Aleppo til varnar og endi martröð þeirra,“ sagði Geert Cappelaere, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum. UNICEF hefur ítrekað farið fram á að árásum á borgara og borgaraleg skotmörk eins og skóla og sjúkrahús verði hætt.
Neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sýrland er nú í fullum gangi og eru framlög sögð hafa streymt inn nú í morgun. Fjölmargar fregnir hafa borist af fjöldamorðum og umfangsmiklum loftárásum í Aleppo í gær og í nótt.
Þúsundir barna þjást í Aleppo
Tengdar fréttir
Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra
Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu.
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo
Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara.
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo
Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum.