Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2016 10:52 Elva Christina Hafnadóttir, móðir hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar, er gríðarlega ánægð með að sonur hennar fái að vera áfram á Íslandi. Norska barnaverndin hefur dregið sig út úr málinu og er það nú á könnu baraverndaryfirvalda hér á landi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Eftir að dómstólar fjölluðu um málið átti að senda Eyjólf út til Noregs í byrjun desember. Í gær var greint frá því að Eyjólfur myndi vera áfram á Íslandi. „Ég reyndi að undirbúa hann fyrir þetta með því að láta hann vita hvenær hann þyrfti að fara en hann fór svo aldrei. Að fá að hafa hann þetta kvöld, að horfa á hann sofa. Ég gat ekki hætt að brosa og táraðist svolítið líka,“ sagði Elva Christina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Elvu Christinu hafa norsk barnaverndaryfirvöld dregið sig úr málinu og er það nú alfarið á könnu íslenskra barnaverndaryfirvalda. Óvíst er þó hvort Eyjólfi verði komið í fóstur hérlendis eða hvort foreldrar komi að uppeldi hans. Elva Christina segist vona að hún fái forræði yfir Eyjólfi enda sé hún í óða önn við að koma sér á beinu brautina á ný en barnaverndaryfirvöld í Noregi gripu inn í eftir að hún leiddist út í óreglu. Elva segir að eftirlitsaðilar taki taki stöðuna á henni á hverjum degi og það hafi gengið vel. Í nóvember staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um að senda ætti Eyjólf til Noregs. Elva Christina segir að mjög erfitt hafi verið að segja Eyjólfi fregnirnar. „Hjartað honum brotnaði á þessari mínútu þegar ég segi þetta við hann. Við endum í faðmlögum hágrátandi. Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast fyrir fimm ára barn. Það er svo sárt að ég hafi þurft að segja honum þetta en sem betur fer er ég að segja við hann núna að þetta fari að lagast.“ Elva Christina er gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið í baráttunni. Hún segir að hún hefði aldrei getað gengið í gegnum þetta án þess að finna fyrir stuðningi úr öllum áttum. „Maður fær fiðring í magann hugsandi út í það að þessi litla þjóð hafi bjargað honum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir fjölmiðla og fólkið þarna úti sem sagði bara nei og þetta kæmi ekki til greina. Ég hefði aldrei getað sagt þessar gleðifréttir ef ég hefði ekki fengið þessa hjálp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Eyjólfur ekki sendur út á sunnudag Ekki er gert ráð fyrir að Eyjólfur, fimm ára drengur sem senda á til Noregs, verði sendur þangað út næstkomandi sunnudag líkt og til stóð. 2. desember 2016 15:40 Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Elva Christina Hafnadóttir, móðir hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar, er gríðarlega ánægð með að sonur hennar fái að vera áfram á Íslandi. Norska barnaverndin hefur dregið sig út úr málinu og er það nú á könnu baraverndaryfirvalda hér á landi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Eftir að dómstólar fjölluðu um málið átti að senda Eyjólf út til Noregs í byrjun desember. Í gær var greint frá því að Eyjólfur myndi vera áfram á Íslandi. „Ég reyndi að undirbúa hann fyrir þetta með því að láta hann vita hvenær hann þyrfti að fara en hann fór svo aldrei. Að fá að hafa hann þetta kvöld, að horfa á hann sofa. Ég gat ekki hætt að brosa og táraðist svolítið líka,“ sagði Elva Christina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Elvu Christinu hafa norsk barnaverndaryfirvöld dregið sig úr málinu og er það nú alfarið á könnu íslenskra barnaverndaryfirvalda. Óvíst er þó hvort Eyjólfi verði komið í fóstur hérlendis eða hvort foreldrar komi að uppeldi hans. Elva Christina segist vona að hún fái forræði yfir Eyjólfi enda sé hún í óða önn við að koma sér á beinu brautina á ný en barnaverndaryfirvöld í Noregi gripu inn í eftir að hún leiddist út í óreglu. Elva segir að eftirlitsaðilar taki taki stöðuna á henni á hverjum degi og það hafi gengið vel. Í nóvember staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um að senda ætti Eyjólf til Noregs. Elva Christina segir að mjög erfitt hafi verið að segja Eyjólfi fregnirnar. „Hjartað honum brotnaði á þessari mínútu þegar ég segi þetta við hann. Við endum í faðmlögum hágrátandi. Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast fyrir fimm ára barn. Það er svo sárt að ég hafi þurft að segja honum þetta en sem betur fer er ég að segja við hann núna að þetta fari að lagast.“ Elva Christina er gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið í baráttunni. Hún segir að hún hefði aldrei getað gengið í gegnum þetta án þess að finna fyrir stuðningi úr öllum áttum. „Maður fær fiðring í magann hugsandi út í það að þessi litla þjóð hafi bjargað honum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir fjölmiðla og fólkið þarna úti sem sagði bara nei og þetta kæmi ekki til greina. Ég hefði aldrei getað sagt þessar gleðifréttir ef ég hefði ekki fengið þessa hjálp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Eyjólfur ekki sendur út á sunnudag Ekki er gert ráð fyrir að Eyjólfur, fimm ára drengur sem senda á til Noregs, verði sendur þangað út næstkomandi sunnudag líkt og til stóð. 2. desember 2016 15:40 Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eyjólfur ekki sendur út á sunnudag Ekki er gert ráð fyrir að Eyjólfur, fimm ára drengur sem senda á til Noregs, verði sendur þangað út næstkomandi sunnudag líkt og til stóð. 2. desember 2016 15:40
Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41
Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39
Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00