Enski boltinn

Touré sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs en segist ekki hafa drukkið viljandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Yaya Touré, leikmaður Manchester City, má ekki keyra næstu 18 mánuðina eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri á dögunum.

Touré sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að hann hafi gengist við broti sínu. Hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði og fékk 54.000 punda sekt.

Touré þvertekur þó fyrir að hafa drukkið áfengi viljandi. Hann er bindindismaður vegna trúar sinnar og hefur alltaf afþakkað kampavínsflöskur sem menn leiksins í ensku úrvalsdeildinni fá í verðlaun.

Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvernig áfengið komst inn um varir miðjumannsins öfluga sem virðist aðeins vera að hagræða sannleikanum í þessu tilfelli.

Touré er nýbyrjaður að spila aftur með Man City eftir að hafa verið í skammarkróknum hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins. Hann kom inn á sem varamaður þegar Man City tapaði 4-2 fyrir Leicester City á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Yaya Toure tekinn ölvaður undir stýri

Miðjumaður Manchester City var gripinn af lögreglunni að keyra undir áhrifum áfengis í síðustu viku en hann þarf að mæta fyrir dóm þann 13. desember næstkomandi.

Aldrei of seint að segja sorrí

Eftir sápuóperu síðustu mánaða var Yaya Touré mættur aftur í byrjunarlið Manchester City gegn Crystal Palace í fyrradag. Fílbeinsstrendingurinn minnti heldur betur á sig og tryggði Man City sigurinn með tveimur mörkum.

Guardiola vill ekki nota Yaya í vörninni

Yaya Toure kom inn í lið Manchester City um síðustu helgi og sló í gegn með því að skora tvö mörk í 2-1 útisigri á Crystal Palace í sínum fyrsta leik fyrir Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×