Innlent

Erfitt að fá bóluefni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erfiðlega gengur að fá meira bóluefni.
Erfiðlega gengur að fá meira bóluefni.
Sóttvarnalæknir keypti 65 þúsund skammta af inflúensubóluefni sem kláruðust snemma í haust eftir að inflúensan gerði óvænt vart við sig í september. Embætti landlæknis segir erfiðlega hafa gengið að fá meira bóluefni en tryggðir hafa verið fimm þúsund skammtar frá Finnlandi, sem verði dreift til heilsugæslunnar og verði áhættuhópar hafðir í forgangi við bólusetningu.

Eftir að inflúensa var staðfest hjá 12 einstaklingum í september síðastliðnum hefur hún nú greinst aftur hjá tveimur einstaklingum í vikunni. Á vef Landlæknis segir að ekki sjáist merki um útbreiðslu inflúensunnar í samfélaginu um þessar mundir því tiltölulega fáir einstaklingar hafi greinst með inflúensulík einkenni í heilsugæslunni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×