Útblástur og offita Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar