Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 15:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30