Enski boltinn

Hvernig ætla Dýrlingarnir að skora á næstunni?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin fór úr axlarlið gegn Hapoel Be'er Sheva á fimmtudaginn.
Austin fór úr axlarlið gegn Hapoel Be'er Sheva á fimmtudaginn. vísir/getty
Charlie Austin, markahæsti leikmaður Southampton á tímabilinu, verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina vegna meiðsla.

Austin fór úr axlarlið í leik Southampton og Hapoel Be'er Sheva í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Eftir sigur Southampton á Middlesbrough í gær greindi Claude Puel, knattspyrnustjóri Southampton, frá því að Austin þurfi að fara í aðgerð og verði lengi frá.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Dýrlingana sem hefur gengið afar illa að skora í vetur. Southampton hefur aðeins skorað 14 mörk í 15 leikjum en Boro er eina liðið sem hefur skorað færri mörk (13) í ensku úrvalsdeildinni.

Austin hefur skorað sex af þessum 14 mörkum Southampton í úrvalsdeildinni. Auk þess hefur hann gert eitt mark í deildabikarnum og tvö mörk í Evrópudeildinni.

Hinn 27 ára gamli Austin kom til Southampton frá QPR í janúar á þessu ári. Hann hefur alls skorað 10 mörk í 23 leikjum fyrir Dýrlingana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×