Bók er tímagjöf Elín Albertsdóttir skrifar 12. desember 2016 15:00 Svavar Knútur tónlistarmaður er mikið jólabarn. MYND/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segist vera svakalegt jólabarn. „Jólin eru þessi tími þar sem maður leggst aðeins í híði, tekur lífinu rólega og nýtur litlu hlutanna, eins og kertis í myrkrinu, hlýs teppis og kúrandi barna. Allir fara seint að sofa og það er bara almenn kúritíð. Ég vinn rosalega mikið og marga daga á ári og þess vegna eru jólin mér enn kærari, þau eru yndislegur frítími til að njóta með fjölskyldunni.“Lestu margar bækur um jólin? „Ég næ nú yfirleitt bara að þræla mér í gegnum eina vegna leti, en svo er maður að mjatla þetta í sig yfir árið. Ég hlusta líka mikið á hljóðbækur, sérstaklega þegar ég stunda hreyfingu.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Það er nú erfitt að svara þessu svo greiðlega, enda svo margar bækur sem maður heldur upp á. Ég las ein jólin þríleikinn hans Philips Pullman um gyllta áttavitann, lúmska hnífinn og skuggasjónaukann, það var alveg frábær lesning. Svo eru tvær bækur dálítið skyldar, Rökkurbýsnir eftir Sjón og Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn, sögulegar skáldsögur sem ég hef alltaf gaman af því að kíkja aftur í, því þær varpa svo frábæri nýju ljósi á Íslandssöguna. Hundrað ára Einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez hefur líka alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst vegna ótrúlega skemmtilegs frásagnarstíls. Þegar ég var lítill hafði ég mest gaman af góðum teiknimyndabókum, eins og The Far side eftir Gary Larson og fleiru slíku.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nú þegar búinn að fá alveg ótrúlega fallega ljóðabók, Sumartungl, eftir vin minn Aðalstein Ásberg, og bókina Nóttin sem öllu breytti, eftir Sóleyju Eiríksdóttur, vinkonu mína, og Helgu Guðrúnu Johnson, sem snertir mig mjög djúpt. En ég er mjög spenntur fyrir nýju bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Sofðu ást mín, og líka Hestvík eftir Gerði Kristnýju. Og ljóðabókin hans Kött Grá Pé er líka á óskalistanum, Perurnar í íbúðinni minni. Það er bara svo margt að vera spenntur fyrir. Við Íslendingar megum heldur ekki gleyma að kaupa okkur bækur allt árið um kring og leyfa okkur að lesa meira bara almennt. Það að lesa bók, eða bara að setjast niður og hlusta á heila hljómplötu, t.d. á vínyl, er ekki bara neysla á menningu, heldur gjöf, tímagjöf sem maður er að gefa sér.“ Jól Jólafréttir Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segist vera svakalegt jólabarn. „Jólin eru þessi tími þar sem maður leggst aðeins í híði, tekur lífinu rólega og nýtur litlu hlutanna, eins og kertis í myrkrinu, hlýs teppis og kúrandi barna. Allir fara seint að sofa og það er bara almenn kúritíð. Ég vinn rosalega mikið og marga daga á ári og þess vegna eru jólin mér enn kærari, þau eru yndislegur frítími til að njóta með fjölskyldunni.“Lestu margar bækur um jólin? „Ég næ nú yfirleitt bara að þræla mér í gegnum eina vegna leti, en svo er maður að mjatla þetta í sig yfir árið. Ég hlusta líka mikið á hljóðbækur, sérstaklega þegar ég stunda hreyfingu.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Það er nú erfitt að svara þessu svo greiðlega, enda svo margar bækur sem maður heldur upp á. Ég las ein jólin þríleikinn hans Philips Pullman um gyllta áttavitann, lúmska hnífinn og skuggasjónaukann, það var alveg frábær lesning. Svo eru tvær bækur dálítið skyldar, Rökkurbýsnir eftir Sjón og Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn, sögulegar skáldsögur sem ég hef alltaf gaman af því að kíkja aftur í, því þær varpa svo frábæri nýju ljósi á Íslandssöguna. Hundrað ára Einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez hefur líka alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst vegna ótrúlega skemmtilegs frásagnarstíls. Þegar ég var lítill hafði ég mest gaman af góðum teiknimyndabókum, eins og The Far side eftir Gary Larson og fleiru slíku.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nú þegar búinn að fá alveg ótrúlega fallega ljóðabók, Sumartungl, eftir vin minn Aðalstein Ásberg, og bókina Nóttin sem öllu breytti, eftir Sóleyju Eiríksdóttur, vinkonu mína, og Helgu Guðrúnu Johnson, sem snertir mig mjög djúpt. En ég er mjög spenntur fyrir nýju bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Sofðu ást mín, og líka Hestvík eftir Gerði Kristnýju. Og ljóðabókin hans Kött Grá Pé er líka á óskalistanum, Perurnar í íbúðinni minni. Það er bara svo margt að vera spenntur fyrir. Við Íslendingar megum heldur ekki gleyma að kaupa okkur bækur allt árið um kring og leyfa okkur að lesa meira bara almennt. Það að lesa bók, eða bara að setjast niður og hlusta á heila hljómplötu, t.d. á vínyl, er ekki bara neysla á menningu, heldur gjöf, tímagjöf sem maður er að gefa sér.“
Jól Jólafréttir Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin