Enski boltinn

Eiður Smári: Vantar jafnvægi í lið Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári lék undir stjórn Peps Guardiola hjá Barcelona tímabilið 2008-09.
Eiður Smári lék undir stjórn Peps Guardiola hjá Barcelona tímabilið 2008-09. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir að það vanti jafnvægi í lið Manchester City.

Lærisveinar Peps Guardiola fengu skell gegn Leicester City á laugardaginn. Man City var 3-0 undir eftir 20 mínútur og tapaði leiknum á endanum með fjórum mörkum gegn tveimur.

Þetta var annað tap Man City í röð en liðið hefur fengið sjö mörk á sig í þessum tveimur leikjum.

„Það er ekki mikið jafnvægi í liðinu. Þeir hafa gert svo margar breytingar. Það sem skapar jafnvægi í liðum er að þú þekkir liðsfélaga þína og veist hvernig liðið á að spila,“ sagði Eiður Smári sem var álitsgjafi hjá Optus Sport ásamt Alan Curbishley, fyrrverandi knattspyrnustjóra Charlton Athletic og West Ham United.

„Ég er viss um að þeir hafa hugmynd um það hvernig þeir vilja spila en þeim virðist ekki líða alltof vel með það,“ sagði Eiður Smári sem lék undir stjórn Guardiolas hjá Barcelona tímabilið 2008-09.

Man City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, sjö stigum á eftir toppliði Chelsea.


Tengdar fréttir

Pirraður Pep loksins að glíma við mótlæti

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, stendur nú frammi fyrir fyrsta raunverulega mótlæti ferils síns. Liðið tapaði illa í toppslagnum gegn Chelsea á laugardaginn og hefur ekki unnið heimaleik frá því í september. Varnarleikur Man. City hefur verið slakur en liðið hefur aðeins tvisvar haldið hreinu í fjórtán deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×