Enski boltinn

Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Messan lagði land undir fót á dögunum og heimsótti fjóra landsliðsmenn í fótbolta sem spila á Englandi; Gylfa Þór Sigurðsson, Swansea, Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley, Aron Einar Gunnarsson, Cardiff og Ragnar Sigurðsson, Fulham.

Eitt af því sem fjórmenningarnir voru látnir gera var að spreyta sig í spurningakeppni Messunnar sem fótboltadoktorinn Hjörvar Hafliðason samdi og sá um.

Fyrsta spurningin og svör strákanna okkar verður sýnd í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en spurning kvöldsins er myndagáta og er óhætt að lofa mikilli skemmtun.

Strákarnir okkar eru ekki alveg jafn sleipir á svellinu í spurningakeppnum og þeir eru á fótboltavellinum, sem betur fer.

Mikið er hlegið og grínast en eftir eina spurninguna sem tengist liði á Englandi segir Gylfi Þór Sigurðsson: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið.“

Skýtur Gylfi þar létt á fyrrverandi landsliðsfyrirliðann sem féll sex sinnum á sínum atvinnumannaferli á Englandi.

Skemmtilega stiklu fyrir spurningakeppni Messunnar má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×