Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:00 Gylfi Þór Suigurðsson fagnar um helgina. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti
Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira