Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:00 Gylfi Þór Suigurðsson fagnar um helgina. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira