Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Viðræður flokkanna fimm hafa þokast hægt og hafa þeir ekki enn náð samkomulagi um stefnu í stórum og mikilvægum málum. Það ræðst í kvöld eða í fyrramálið hvort þeir nái að mynda saman ríkisstjórn. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna.

Við fjöllum líka um hryðjuverkin í Tyrklandi en stjórnvöld þar í landi telja að skæruliðar úr röðum Kúrda beri ábyrgð á sprengjuárásum við Vodafone knattspyrnuleikvanginn í Istanbúl í gær.

Við fjöllum líka um sparnað hjá Reykjavíkurborg vegna mikillar hlýnunar en milt veður hefur sparað borginni 170 milljónir króna þar sem engin þörf hefur verið á snjómokstri.

Jafnframt verður umfjöllun um jólaverslun en rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að verslunin muni aukast um rúmlega 10 prósent milli ára.

Þá lítum við í heimsókn hjá smið á sextugsaldri sem hefur undanfarna mánuði komið upp sínu eigin Lególandi í Hafnarfirði sem opnaði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×