Enn ein lægðin á leiðinni en útlitið gott fyrir gamlárs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 08:37 Ekki er útlit fyrir nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári. Vísir/stefán Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira